Enski boltinn

King biður Redknapp afsökunar

Nordic Photos/Getty Images

Ledley King, fyrirliði Tottenham, hefur beðið knattspyrnustjóra sinn Harry Redknapp afsökunar eftir að hafa verið handtekinn fyrir utan næturklúbb í London í nótt.

King er grunaður um líkamsárás og var í haldi lögreglu í nokkra klukkutíma áður en hann var látinn laus gegn tryggingu.

"Ég sé mikið eftir því að kvöld úti með vinunum hafi farið úr böndunum. Ég hef beðið Harry Redknapp afsökunar og veit að atvinnumenn verða að haga sér á ábyrgan hátt. Ég hef aðstoðað lögregluna á allan hátt sem ég get en allir sem þekkja mig vita að það sem borið er upp á mig er ólíkt mér. Ég vil gjarnan leysa þetta mál sem fyrst og einbeita mér að því að spila á ný," sagði m.a. í yfirlýsingu frá King á heimasíðu Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×