Enski boltinn

Arshavin er of heiðarlegur

Nordic Photos/Getty Images

Theo Walcott, leikmaður Arsenal, þurfti að skamma félaga sinn Andrei Arshavin fyrir að vera of heiðarlegur í sigurleik liðsins gegn Portsmouth á dögunum.

Arshavin virtist þá vera felldur í vítateig Portsmouth en veifaði fingrinum að dómaranum og gaf til kynna að ekki hefði verið brotið áhonum. Dómarinn sinnti því engu og dæmdi vítaspyrnu.

"Ég sá þetta og hljóp til hans og sagði honum að hætta þessu. Ef maður er yfir 1-0 á útivelli og fær víti - þá tekur maður það. Ég sagði honum að það væri kannski ekki vel gert, en maður verður að taka svona löguðu feginshendi ef maður ætlar að vinna leiki," sagði Walcott í samtali við Daily Telegraph.

"Þetta sýnir bara hvað hann er heiðarlegur náungi. Maður þarf kannski stundum að vera pínulítið óheiðarlegur, en svona lagað jafnar sig oft út, því við áttum að fá víti í leiknum en fengum ekki," sagði Walcott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×