Reyndi að vera „karlalegur“ stangarstökkvari en er kona Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 22:30 Martin Eriksson var fremsti stangarstökkvari Svía á sínum tíma og vann silfur á EM innanhúss. vísir/getty Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson. Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Sjá meira
Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson.
Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Sjá meira