Fótbolti

91 prósent Svía vilja að Lagerbäck komi Íslandi á HM

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Sænskir fjölmiðlar fjalla um velgengni íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undir stjórn Lars Lagerbäck.

Aftonbladet er einn þeirra miðla sem skrifa um stöðu mála í E-riðli eftir sigur Íslands á Albönum í gær. Finnst þeim mikið til koma að 300 þúsund manna þjóð sitji fyrir ofan Noreg, Slóveníu og Albaníu þegar átta umferðir eru búnar.

Lagerbäck kom Svíum á fimm stórmót í röð á fyrsta áratug þessarar aldar. Nú er möguleiki á að hann geri það sama með íslenska liðið.

Um 20 þúsund manns hafa tekið þátt í skoðanakönnun sænska miðilsins þar sem spurt er hvort lesendur vonist til þess að Lars Lagerbäck komi Íslandi á stórmót.

91 prósent segja já og 9 prósent nei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×