Erlent

Margir vilja ættleiða útburð

Fréttir af nýfæddu stúlkubarni sem fannst á víðavangi í útjaðri Naíróbí í Kenía í gær hafa heldur betur hreyft við Keníabúum því samkvæmt talsmönnum sjúkrahússins sem barnið dvelur á hafa fjölmargir hringt þangað og óskað eftir að ættleiða það. Stúlkan, sem nefnd var Engill, virðist hafa verið borin út en það var flækingstík sem bjargaði henni og kom henni fyrir hjá hvolpunum sínum. Barnið fannst svo þegar krakkar úr hverfinu heyrðu barnsgrát og var í kjölfarið farið með það á sjúkrahús. Ekki er ljóst hvort stúlkan verður ættleidd en það er í höndum barnaverndaryfirvalda í Kenía að ákveða það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×