Erlent

Tekinn af lífi fyrir fíkniefnabrot

Tamílskur karlmaður verður tekinn af lífi í Singapúr fyrir að hafa eitt kíló af hassi í fórum sínum. Börn hans, fjórtán ára tvíburar, hafa barist ötullega gegn aftökunni en án árangurs. Maðurinn var handtekinn við landamæri Singapúrs og Malasíu í ágúst 2003 og lýsti forseti Singapúrs því yfir í síðasta mánuði að engin miskunn yrði sýnd. Fíkniefnalöggjöfin í Singapúr er ein sú strangasta í heimi en samkvæmt henni skulu þeir sem orðnir eru átján ára og teknir eru með meira en 500 grömm af kannabis í fórum sínum teknir af lífi. Frá árinu 1991 hafa um fjögur hundruð aftökur farið fram í landinu, aðallega vegna fíkniefnabrota, samkvæmt skýrslu Amnesty International. Stjórnvöld í landinu segja dauðarefsingu við fíkniefnabrotum njóta víðtæks stuðnings í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×