Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 21:30 Kjartan Magnússon vill að það liggi fyrir hvernig bygging mosku í Sogamýri er fjármögnuð. Vísir Þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar, verða beðnir um að veita upplýsingar til borgarinnar um það hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra bygginga. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Meðal þeirra söfnuða sem krafðir verða um svör er Félag múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku í Sogamýri. Tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar með fjárframlagi upp á um 135 milljónir íslenskra króna. Hvorki sendiráð Sádi-Arabíu í Stokkhólmi né Félag múslima hafa staðfest þetta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í fyrra hafa óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu borgarinnar að aflað yrði upplýsinga um þessa meintu fjárveitingu. Nú í síðasta mánuði kom þó fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri mat borgarinnar að engin lagaskylda hvíli á trúfélögum að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa.Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannRétt að það liggi fyrir frá hverjum styrkir koma „Við getum samt auðvitað óskað eftir upplýsingum frá þeim,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnt hefur aðgerðir borgarinnar í málinu. „Megnið af upplýsingaöflun borgarinnar fer þannig fram að við óskum eftir einhverjum upplýsingum frá aðilum, án þess að við séum að hóta þeim með lögfræðingum. Og í langflestum tilvikum, þá verða menn bara mjög ljúflega við þeirri beiðni.“ Kjartan segir borgarstjóra ekkert hafa gert til að afla upplýsinga um málið í næstum ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. „Mér finnst bara rétt að fólkið í Reykjavík viti þetta,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega lóð í eigu borgarinnar, sem er úthlutað ókeypis til ákveðinnar starfsemi, og mér finnst bara fínt að það liggi fyrir frá hverjum svona styrkir koma, hversu háir þeir eru og hvort einhver skilyrði fylgi þeim.“ Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags múslima, sagði í fyrra að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning um fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Menningarsetur múslima á Íslandi, hitt trúfélag múslima hérlendis, sagðist sömuleiðis ekki kannast við málið. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar, verða beðnir um að veita upplýsingar til borgarinnar um það hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra bygginga. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Meðal þeirra söfnuða sem krafðir verða um svör er Félag múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku í Sogamýri. Tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar með fjárframlagi upp á um 135 milljónir íslenskra króna. Hvorki sendiráð Sádi-Arabíu í Stokkhólmi né Félag múslima hafa staðfest þetta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í fyrra hafa óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu borgarinnar að aflað yrði upplýsinga um þessa meintu fjárveitingu. Nú í síðasta mánuði kom þó fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri mat borgarinnar að engin lagaskylda hvíli á trúfélögum að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa.Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannRétt að það liggi fyrir frá hverjum styrkir koma „Við getum samt auðvitað óskað eftir upplýsingum frá þeim,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnt hefur aðgerðir borgarinnar í málinu. „Megnið af upplýsingaöflun borgarinnar fer þannig fram að við óskum eftir einhverjum upplýsingum frá aðilum, án þess að við séum að hóta þeim með lögfræðingum. Og í langflestum tilvikum, þá verða menn bara mjög ljúflega við þeirri beiðni.“ Kjartan segir borgarstjóra ekkert hafa gert til að afla upplýsinga um málið í næstum ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. „Mér finnst bara rétt að fólkið í Reykjavík viti þetta,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega lóð í eigu borgarinnar, sem er úthlutað ókeypis til ákveðinnar starfsemi, og mér finnst bara fínt að það liggi fyrir frá hverjum svona styrkir koma, hversu háir þeir eru og hvort einhver skilyrði fylgi þeim.“ Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags múslima, sagði í fyrra að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning um fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Menningarsetur múslima á Íslandi, hitt trúfélag múslima hérlendis, sagðist sömuleiðis ekki kannast við málið.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02