Borgin leitar svara um fjármögnun moskunnar Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 21:30 Kjartan Magnússon vill að það liggi fyrir hvernig bygging mosku í Sogamýri er fjármögnuð. Vísir Þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar, verða beðnir um að veita upplýsingar til borgarinnar um það hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra bygginga. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Meðal þeirra söfnuða sem krafðir verða um svör er Félag múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku í Sogamýri. Tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar með fjárframlagi upp á um 135 milljónir íslenskra króna. Hvorki sendiráð Sádi-Arabíu í Stokkhólmi né Félag múslima hafa staðfest þetta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í fyrra hafa óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu borgarinnar að aflað yrði upplýsinga um þessa meintu fjárveitingu. Nú í síðasta mánuði kom þó fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri mat borgarinnar að engin lagaskylda hvíli á trúfélögum að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa.Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannRétt að það liggi fyrir frá hverjum styrkir koma „Við getum samt auðvitað óskað eftir upplýsingum frá þeim,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnt hefur aðgerðir borgarinnar í málinu. „Megnið af upplýsingaöflun borgarinnar fer þannig fram að við óskum eftir einhverjum upplýsingum frá aðilum, án þess að við séum að hóta þeim með lögfræðingum. Og í langflestum tilvikum, þá verða menn bara mjög ljúflega við þeirri beiðni.“ Kjartan segir borgarstjóra ekkert hafa gert til að afla upplýsinga um málið í næstum ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. „Mér finnst bara rétt að fólkið í Reykjavík viti þetta,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega lóð í eigu borgarinnar, sem er úthlutað ókeypis til ákveðinnar starfsemi, og mér finnst bara fínt að það liggi fyrir frá hverjum svona styrkir koma, hversu háir þeir eru og hvort einhver skilyrði fylgi þeim.“ Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags múslima, sagði í fyrra að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning um fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Menningarsetur múslima á Íslandi, hitt trúfélag múslima hérlendis, sagðist sömuleiðis ekki kannast við málið. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Þeir trúarsöfnuðir sem fengið hafa úthlutað lóðum hjá Reykjavíkurborg undir fyrirhugaðar byggingar, verða beðnir um að veita upplýsingar til borgarinnar um það hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra bygginga. Þetta var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Meðal þeirra söfnuða sem krafðir verða um svör er Félag múslima á Íslandi, sem hyggst reisa mosku í Sogamýri. Tæplega ár er liðið frá því að embætti Forseta Íslands hélt því fram að yfirvöld í Sádi-Arabíu hygðust styðja byggingu moskunnar með fjárframlagi upp á um 135 milljónir íslenskra króna. Hvorki sendiráð Sádi-Arabíu í Stokkhólmi né Félag múslima hafa staðfest þetta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagðist í fyrra hafa óskað eftir því við mannréttindaskrifstofu borgarinnar að aflað yrði upplýsinga um þessa meintu fjárveitingu. Nú í síðasta mánuði kom þó fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að það væri mat borgarinnar að engin lagaskylda hvíli á trúfélögum að upplýsa um hvernig staðið er að fjármögnun kirkjubygginga eða tilbeiðsluhúsa.Vinningstillagan í samkeppni um hönnun moskunnar í Sogamýri.Mynd/Atli BergmannRétt að það liggi fyrir frá hverjum styrkir koma „Við getum samt auðvitað óskað eftir upplýsingum frá þeim,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýnt hefur aðgerðir borgarinnar í málinu. „Megnið af upplýsingaöflun borgarinnar fer þannig fram að við óskum eftir einhverjum upplýsingum frá aðilum, án þess að við séum að hóta þeim með lögfræðingum. Og í langflestum tilvikum, þá verða menn bara mjög ljúflega við þeirri beiðni.“ Kjartan segir borgarstjóra ekkert hafa gert til að afla upplýsinga um málið í næstum ár, þrátt fyrir yfirlýsingar um hið gagnstæða. „Mér finnst bara rétt að fólkið í Reykjavík viti þetta,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega lóð í eigu borgarinnar, sem er úthlutað ókeypis til ákveðinnar starfsemi, og mér finnst bara fínt að það liggi fyrir frá hverjum svona styrkir koma, hversu háir þeir eru og hvort einhver skilyrði fylgi þeim.“ Sverrir Agnarsson, þáverandi formaður Félags múslima, sagði í fyrra að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning um fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Menningarsetur múslima á Íslandi, hitt trúfélag múslima hérlendis, sagðist sömuleiðis ekki kannast við málið.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51 Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15 Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37 Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Menningarsetur múslima kannast ekki við milljónagjöf Sádi Arabíu Ahmad Seddeq segir að félaginu hafi aldrei verið boðin slík gjöf. 5. mars 2015 20:51
Reykjavíkurborg: Trúfélögum ekki skylt að greina frá fjármögnun tilbeiðsluhúsa Borgarstjóri telur þó að trúfélög ættu að gera grein fyrir slíkri fjármögnun til að stuðla að opnari og upplýstari umræðu. 29. janúar 2016 11:15
Fréttaflutningur forseta Íslands veldur usla Sverrir Agnarsson einn talar fyrir hönd Félags múslíma á Íslandi. 6. mars 2015 09:37
Félag íslenskra múslima vill ekki gjöf Sádi Arabíu „Við myndum aldrei þiggja neinar gjafir frá ríkisstjórn sem virðir ekki mannréttindi fólksins síns, brýtur á þeim og styðja hryðjuverk í Mið-Austurlöndum,“ segir Salmann Tamimi. 5. mars 2015 19:02