Fótbolti

Þjóðverjar í úrslit

NordicPhotos/GettyImages

Þjóðverjar tryggðu sér í dag sæti í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu með 3-0 sigri á Norðmönnum í undanúrslitum. Norska liðið var betra í fyrri hálfleik en lenti undir á sjálfsmarki frá Trine Ronning tveimur mínútum fyrir hlé.

Um miðjan síðari hálfleik skoruðu þýsku stúlkurnar Kerstin Steegemann og Martina Möller svo tvö mörk á þremur mínútum og gerðu út um leikinn. Þýska liðið mætir Brasilíu eða Bandaríkjunum í úrslitaleik og hefur ekki fengið á sig mark í 529 mínútur á HM - allt síðan á mótinu árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×