Enski boltinn

Yaya Toure: Styttist í að ég sýni mínar bestu hliðar

Elvar Geir Magnússon skrifar

Miðjumaðurinn Yaya Toure segir að stuðningsmenn Manchester City séu nú loks farnir að sjá það besta frá honum. Miklar væntingar voru gerðar til Fílabeinsstrendingsins enda keyptur frá Barcelona á morðfjár.

Toure segir að það hafi tekið hann tíma að aðlagast breyttum aðstæðum og nýrri stöðu en hann hefur verið í mun sóknarsinnaðri hlutverki en hjá spænsku risunum.

„Með hverjum leiknum finn ég mig betur en ég hef samt ekki aðlagast að fullu. Ég á eftir að sýna mínar bestu hliðar en það er stutt í það," segir Toure sem býst við erfiðum leik gegn West Ham á morgun.

„West Ham er kannski á botninumen þetta verður erfiður leikur. Liðið hefur nokkra góða leikmenn og geta vel gert okkur grikk. Við megum ekki við því að misstíga okkur og þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×