Fótbolti

Tæklaði aðstoðardómara en slapp við bláa spjaldið - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar

Í vikunni fór fram athyglisverður æfingaleikur í Brasilíu milli Sao Paulo og Rio de Janeiro. Í myndskeið með fréttinni má sjá Volante Baiano, leikmann Sao Paulo, tækla aðstoðardómara leiksins þegar hann reyndi að ná til boltans.

Aðstoðardómarinn var ekki par sáttur og vildi fá spjald á Baiano. Eins og sjá má í myndbandinu var dómaratríóið með tækjabúnað á sér sem við eigum ekki að venjast og aðaldómarinn m.a. með myndavél framan á sér.

Leikurinn var notaður til að prófa ýmsar hugmyndir um breytingar í fótboltanum. Þar á meðal er bláa spjaldið sem virkar sem tímabundin brottvísun leikmanna.

Þá var sérstakur dómari sem fylgdist með því sem gerðist í leiknum gegnum sjónvarpsskjá. Þjálfari gat mótmælt ákvörðun dómarans, einni í hvorum hálfleik. Atvikið var þá skoðað og ákvörðunin endurskoðuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×