Fótbolti

Platini hlynntur því að HM 2022 verði í janúar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michel Platini ásamt forseta FIFA, Sepp Blatter.
Michel Platini ásamt forseta FIFA, Sepp Blatter.

Michel Platini, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segist ekki vera mótfallinn þeirri hugmynd að spila heimsmeistaramótið 2022 um vetrartímann til að forðast steikjandi hitann í Katar yfir sumarið.

Franz Beckenbauer kom fyrstur með þá hugmynd að HM myndi hefjast í janúar 2022 í staðinn fyrir júní.

„Ég tek undir að það er auðveldara að leika í janúar en júní. Það er vel framkvæmanlegt að færa mótið til. En það munu einnig vakna upp spurningar," segir Platini.

„Hversu mikið frí fá leikmenn eftir að mótinu lýkur? Fá þeir frí í febrúar og byrja aftur í mars? Þetta er mál sem þarf að ræða á komandi mánuðum"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×