Hættur við að hætta til þess að endurnýja kynnin við Brady en nú hjá Buccaneers Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 07:30 Frá Superbowl í febrúar en á næstu leiktíð munu þeir spila saman hjá Buccaneers. vísir/getty Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020 NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers. Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta. Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum. BREAKING: Patriots agree to trade Rob Gronkowski to the Buccaneers. (via @RapSheet) pic.twitter.com/W28QUzUNKO— NFL (@NFL) April 21, 2020 Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár. Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling. Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg. Gronk is coming back!Former New England Patriots tight end Rob Gronkowski is set to come out of retirement to reunite with Tom Brady at the Tampa Bay Buccaneers.Full story: https://t.co/DGChgSANKX pic.twitter.com/LhxJ9V1Cbo— BBC Sport (@BBCSport) April 21, 2020
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heiminn sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira