Sport

Hættur við að hætta til þess að endurnýja kynnin við Brady en nú hjá Buccaneers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá Superbowl í febrúar en á næstu leiktíð munu þeir spila saman hjá Buccaneers.
Frá Superbowl í febrúar en á næstu leiktíð munu þeir spila saman hjá Buccaneers. vísir/getty

Það bárust hrikalega óvæntar fréttir úr NFL-deildinni í gær. Rob Gronkowski, sem hafði gefið það út að hann væri hættur, tók skóna úr hillunni og gekk í raðir Tampa Bay Buccaneers.

Gronkowski hafði ásamt goðsögninni Tom Brady verið einn af skærustu stjörnum New England Patriots en í mars á síðasta ári greindi Gronkowski frá því að hann hefði ákveðið að hætta.

Fyrir stuttu síðan lét hann svo Patriots vita að hann væri klár á nýjan leik. Hann vildi þó spila með Tom Brady sem gekk í raðir Buccaneers fyrir ekki alls löngu eftir tuttugu ára flekklausan feril með Patriots þar sem hann vann meðal annars Ofurskálina sex sinnum.

Þegar hann hætti átti hann eitt ár efir af samningi sínum svo Patriots og Buccaneers gera skipti. Síðarnefnda liðið fær Gronkowski en í stað þess fær Patriots fjórða val í sumarglugganum. Gronkowski þarf ekkert að slaka á launum sínum því hann verður áfram á tíu milljón dollara samningi sínum út þetta ár.

Gronkowski er af mörgum talin einn besti innherji sögunnar og hefur marg oft verið valinn í úrvalslið deildarinnar. Síðustu tímabil hefur hann hins vegar glímt mikið við meiðsli og eyddi hann síðasta ári í að kynna alls kyns fyrirtæki; þar á meðal fyrirtæki sem framleiða kannabisefni sem og Wrestling.

Þeir eru því sameinaðir á nýjan leik; Tom Brady og Rob Gronkowski en þeir hafa í gegnum árin gert magnaða hluti saman hjá Patriots. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í nýrri borg.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.