100.000 árásir á íslenskar IP-tölur á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar IP-tölur á síðasta ári. Ekki er ljóst hvaða áhrif netárásin sem hófst á föstudag mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland sé betur í stakk búið til þess að takast á við árásir sem þessar. Mikið hefur verið rætt um útbreiðslu tölvuvírussins WannaCry en tölvuárásin hófst á föstudag með netárásum á breska heilbrigðiskerfið. Vírusinn tók tölvukerfi stofanna í gíslingu og kom af stað bylgju gagnagíslatöku og um tvö hundruð þúsund notenda í hundrað og fimmtíu löndum hafa orðið fyrir árásinni. Hér á landi en sem komið er hafa ekki komið margar tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofunnar um smit. „Við höfum engar staðfestar fregnir af því að tölvur á Íslandi hafi sýkst. Við höfum grun um það að tíu tölvur gætu verið sýktar og við erum að vinna með þjónustuaðilum þeirra sem eiga þessar tölvur eða öllu heldur IP-tölur ,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofunnar. Þeir komu tölvuveirunni af stað hafa krafið einstaklinga og fyrirtæki um andvirði þrjátíu þúsund króna til þess að aflétta læsingu gagna í tölvum og hafa greiðslur farið í gegnum Bitcoin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa, um allan heim, yfir tvö hundruð tölvueigendur greitt umrætt verð. Þeir sem bera ábyrgð á árásinni láta hins vegar lítið fyrir sér fara því útbreiðslan hefur að öllum líkindum orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið lán í óláni að þetta fór af stað seinni part á föstudegi. Þá fóru kerfisstjórar í raun og vera strax að vinna í því að uppfæra kerfin sín sem hefur minnkað dreifingarmöguleika vírussins,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir hins vegar margar tölvur vera óvarðar fyrir smiti þar sem óleyfilegur hugbúnaður er notaður og tölvan því ekki uppfærð. Til að takast á við árásir sem þessar segir Hrafnkell að nauðsynleg sé að uppfæra þurfi og innleiða nýtt regluverk frá Evrópusambandinu þar sem fleiri þættir verði teknir undir netöryggissveitina. Hlutir eins og fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, heilbrigðisþjónusta og fleiri fyrirtækja og stofnanna. Árásin um helgina er ekki lokið og enn ekki ljóst hvaða áhrif hún mun hafa. „Þetta er stærsta einstaka árás sem að við höfum orðið fyrir bæði er varðar gagnagíslatöku og yfirhöfuð. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta ári þá voru um það bil eitt hundrað þúsund álagsárásir gerðar á íslenskar IP-tölur. Stofnunin vill koma því á framfæri að vakni grunur um smit í tölvum vegna árásarinnar um helgina er áríðandi að það sé tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunnar í gegnum vefsíðuna pfs.is Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar IP-tölur á síðasta ári. Ekki er ljóst hvaða áhrif netárásin sem hófst á föstudag mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland sé betur í stakk búið til þess að takast á við árásir sem þessar. Mikið hefur verið rætt um útbreiðslu tölvuvírussins WannaCry en tölvuárásin hófst á föstudag með netárásum á breska heilbrigðiskerfið. Vírusinn tók tölvukerfi stofanna í gíslingu og kom af stað bylgju gagnagíslatöku og um tvö hundruð þúsund notenda í hundrað og fimmtíu löndum hafa orðið fyrir árásinni. Hér á landi en sem komið er hafa ekki komið margar tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofunnar um smit. „Við höfum engar staðfestar fregnir af því að tölvur á Íslandi hafi sýkst. Við höfum grun um það að tíu tölvur gætu verið sýktar og við erum að vinna með þjónustuaðilum þeirra sem eiga þessar tölvur eða öllu heldur IP-tölur ,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofunnar. Þeir komu tölvuveirunni af stað hafa krafið einstaklinga og fyrirtæki um andvirði þrjátíu þúsund króna til þess að aflétta læsingu gagna í tölvum og hafa greiðslur farið í gegnum Bitcoin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa, um allan heim, yfir tvö hundruð tölvueigendur greitt umrætt verð. Þeir sem bera ábyrgð á árásinni láta hins vegar lítið fyrir sér fara því útbreiðslan hefur að öllum líkindum orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið lán í óláni að þetta fór af stað seinni part á föstudegi. Þá fóru kerfisstjórar í raun og vera strax að vinna í því að uppfæra kerfin sín sem hefur minnkað dreifingarmöguleika vírussins,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir hins vegar margar tölvur vera óvarðar fyrir smiti þar sem óleyfilegur hugbúnaður er notaður og tölvan því ekki uppfærð. Til að takast á við árásir sem þessar segir Hrafnkell að nauðsynleg sé að uppfæra þurfi og innleiða nýtt regluverk frá Evrópusambandinu þar sem fleiri þættir verði teknir undir netöryggissveitina. Hlutir eins og fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, heilbrigðisþjónusta og fleiri fyrirtækja og stofnanna. Árásin um helgina er ekki lokið og enn ekki ljóst hvaða áhrif hún mun hafa. „Þetta er stærsta einstaka árás sem að við höfum orðið fyrir bæði er varðar gagnagíslatöku og yfirhöfuð. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta ári þá voru um það bil eitt hundrað þúsund álagsárásir gerðar á íslenskar IP-tölur. Stofnunin vill koma því á framfæri að vakni grunur um smit í tölvum vegna árásarinnar um helgina er áríðandi að það sé tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunnar í gegnum vefsíðuna pfs.is
Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00