100.000 árásir á íslenskar IP-tölur á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar IP-tölur á síðasta ári. Ekki er ljóst hvaða áhrif netárásin sem hófst á föstudag mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland sé betur í stakk búið til þess að takast á við árásir sem þessar. Mikið hefur verið rætt um útbreiðslu tölvuvírussins WannaCry en tölvuárásin hófst á föstudag með netárásum á breska heilbrigðiskerfið. Vírusinn tók tölvukerfi stofanna í gíslingu og kom af stað bylgju gagnagíslatöku og um tvö hundruð þúsund notenda í hundrað og fimmtíu löndum hafa orðið fyrir árásinni. Hér á landi en sem komið er hafa ekki komið margar tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofunnar um smit. „Við höfum engar staðfestar fregnir af því að tölvur á Íslandi hafi sýkst. Við höfum grun um það að tíu tölvur gætu verið sýktar og við erum að vinna með þjónustuaðilum þeirra sem eiga þessar tölvur eða öllu heldur IP-tölur ,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofunnar. Þeir komu tölvuveirunni af stað hafa krafið einstaklinga og fyrirtæki um andvirði þrjátíu þúsund króna til þess að aflétta læsingu gagna í tölvum og hafa greiðslur farið í gegnum Bitcoin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa, um allan heim, yfir tvö hundruð tölvueigendur greitt umrætt verð. Þeir sem bera ábyrgð á árásinni láta hins vegar lítið fyrir sér fara því útbreiðslan hefur að öllum líkindum orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið lán í óláni að þetta fór af stað seinni part á föstudegi. Þá fóru kerfisstjórar í raun og vera strax að vinna í því að uppfæra kerfin sín sem hefur minnkað dreifingarmöguleika vírussins,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir hins vegar margar tölvur vera óvarðar fyrir smiti þar sem óleyfilegur hugbúnaður er notaður og tölvan því ekki uppfærð. Til að takast á við árásir sem þessar segir Hrafnkell að nauðsynleg sé að uppfæra þurfi og innleiða nýtt regluverk frá Evrópusambandinu þar sem fleiri þættir verði teknir undir netöryggissveitina. Hlutir eins og fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, heilbrigðisþjónusta og fleiri fyrirtækja og stofnanna. Árásin um helgina er ekki lokið og enn ekki ljóst hvaða áhrif hún mun hafa. „Þetta er stærsta einstaka árás sem að við höfum orðið fyrir bæði er varðar gagnagíslatöku og yfirhöfuð. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta ári þá voru um það bil eitt hundrað þúsund álagsárásir gerðar á íslenskar IP-tölur. Stofnunin vill koma því á framfæri að vakni grunur um smit í tölvum vegna árásarinnar um helgina er áríðandi að það sé tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunnar í gegnum vefsíðuna pfs.is Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar IP-tölur á síðasta ári. Ekki er ljóst hvaða áhrif netárásin sem hófst á föstudag mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland sé betur í stakk búið til þess að takast á við árásir sem þessar. Mikið hefur verið rætt um útbreiðslu tölvuvírussins WannaCry en tölvuárásin hófst á föstudag með netárásum á breska heilbrigðiskerfið. Vírusinn tók tölvukerfi stofanna í gíslingu og kom af stað bylgju gagnagíslatöku og um tvö hundruð þúsund notenda í hundrað og fimmtíu löndum hafa orðið fyrir árásinni. Hér á landi en sem komið er hafa ekki komið margar tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofunnar um smit. „Við höfum engar staðfestar fregnir af því að tölvur á Íslandi hafi sýkst. Við höfum grun um það að tíu tölvur gætu verið sýktar og við erum að vinna með þjónustuaðilum þeirra sem eiga þessar tölvur eða öllu heldur IP-tölur ,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofunnar. Þeir komu tölvuveirunni af stað hafa krafið einstaklinga og fyrirtæki um andvirði þrjátíu þúsund króna til þess að aflétta læsingu gagna í tölvum og hafa greiðslur farið í gegnum Bitcoin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa, um allan heim, yfir tvö hundruð tölvueigendur greitt umrætt verð. Þeir sem bera ábyrgð á árásinni láta hins vegar lítið fyrir sér fara því útbreiðslan hefur að öllum líkindum orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið lán í óláni að þetta fór af stað seinni part á föstudegi. Þá fóru kerfisstjórar í raun og vera strax að vinna í því að uppfæra kerfin sín sem hefur minnkað dreifingarmöguleika vírussins,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir hins vegar margar tölvur vera óvarðar fyrir smiti þar sem óleyfilegur hugbúnaður er notaður og tölvan því ekki uppfærð. Til að takast á við árásir sem þessar segir Hrafnkell að nauðsynleg sé að uppfæra þurfi og innleiða nýtt regluverk frá Evrópusambandinu þar sem fleiri þættir verði teknir undir netöryggissveitina. Hlutir eins og fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, heilbrigðisþjónusta og fleiri fyrirtækja og stofnanna. Árásin um helgina er ekki lokið og enn ekki ljóst hvaða áhrif hún mun hafa. „Þetta er stærsta einstaka árás sem að við höfum orðið fyrir bæði er varðar gagnagíslatöku og yfirhöfuð. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta ári þá voru um það bil eitt hundrað þúsund álagsárásir gerðar á íslenskar IP-tölur. Stofnunin vill koma því á framfæri að vakni grunur um smit í tölvum vegna árásarinnar um helgina er áríðandi að það sé tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunnar í gegnum vefsíðuna pfs.is
Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00