100.000 árásir á íslenskar IP-tölur á síðasta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. maí 2017 19:00 Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar IP-tölur á síðasta ári. Ekki er ljóst hvaða áhrif netárásin sem hófst á föstudag mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland sé betur í stakk búið til þess að takast á við árásir sem þessar. Mikið hefur verið rætt um útbreiðslu tölvuvírussins WannaCry en tölvuárásin hófst á föstudag með netárásum á breska heilbrigðiskerfið. Vírusinn tók tölvukerfi stofanna í gíslingu og kom af stað bylgju gagnagíslatöku og um tvö hundruð þúsund notenda í hundrað og fimmtíu löndum hafa orðið fyrir árásinni. Hér á landi en sem komið er hafa ekki komið margar tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofunnar um smit. „Við höfum engar staðfestar fregnir af því að tölvur á Íslandi hafi sýkst. Við höfum grun um það að tíu tölvur gætu verið sýktar og við erum að vinna með þjónustuaðilum þeirra sem eiga þessar tölvur eða öllu heldur IP-tölur ,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofunnar. Þeir komu tölvuveirunni af stað hafa krafið einstaklinga og fyrirtæki um andvirði þrjátíu þúsund króna til þess að aflétta læsingu gagna í tölvum og hafa greiðslur farið í gegnum Bitcoin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa, um allan heim, yfir tvö hundruð tölvueigendur greitt umrætt verð. Þeir sem bera ábyrgð á árásinni láta hins vegar lítið fyrir sér fara því útbreiðslan hefur að öllum líkindum orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið lán í óláni að þetta fór af stað seinni part á föstudegi. Þá fóru kerfisstjórar í raun og vera strax að vinna í því að uppfæra kerfin sín sem hefur minnkað dreifingarmöguleika vírussins,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir hins vegar margar tölvur vera óvarðar fyrir smiti þar sem óleyfilegur hugbúnaður er notaður og tölvan því ekki uppfærð. Til að takast á við árásir sem þessar segir Hrafnkell að nauðsynleg sé að uppfæra þurfi og innleiða nýtt regluverk frá Evrópusambandinu þar sem fleiri þættir verði teknir undir netöryggissveitina. Hlutir eins og fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, heilbrigðisþjónusta og fleiri fyrirtækja og stofnanna. Árásin um helgina er ekki lokið og enn ekki ljóst hvaða áhrif hún mun hafa. „Þetta er stærsta einstaka árás sem að við höfum orðið fyrir bæði er varðar gagnagíslatöku og yfirhöfuð. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta ári þá voru um það bil eitt hundrað þúsund álagsárásir gerðar á íslenskar IP-tölur. Stofnunin vill koma því á framfæri að vakni grunur um smit í tölvum vegna árásarinnar um helgina er áríðandi að það sé tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunnar í gegnum vefsíðuna pfs.is Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Hundrað þúsund netárásir voru gerðar á íslenskar IP-tölur á síðasta ári. Ekki er ljóst hvaða áhrif netárásin sem hófst á föstudag mun hafa hér á landi. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunnar segir að innleiða þurfi nýtt regluverk frá Evrópusambandinu svo Ísland sé betur í stakk búið til þess að takast á við árásir sem þessar. Mikið hefur verið rætt um útbreiðslu tölvuvírussins WannaCry en tölvuárásin hófst á föstudag með netárásum á breska heilbrigðiskerfið. Vírusinn tók tölvukerfi stofanna í gíslingu og kom af stað bylgju gagnagíslatöku og um tvö hundruð þúsund notenda í hundrað og fimmtíu löndum hafa orðið fyrir árásinni. Hér á landi en sem komið er hafa ekki komið margar tilkynningar til Póst- og fjarskiptastofunnar um smit. „Við höfum engar staðfestar fregnir af því að tölvur á Íslandi hafi sýkst. Við höfum grun um það að tíu tölvur gætu verið sýktar og við erum að vinna með þjónustuaðilum þeirra sem eiga þessar tölvur eða öllu heldur IP-tölur ,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofunnar. Þeir komu tölvuveirunni af stað hafa krafið einstaklinga og fyrirtæki um andvirði þrjátíu þúsund króna til þess að aflétta læsingu gagna í tölvum og hafa greiðslur farið í gegnum Bitcoin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa, um allan heim, yfir tvö hundruð tölvueigendur greitt umrætt verð. Þeir sem bera ábyrgð á árásinni láta hins vegar lítið fyrir sér fara því útbreiðslan hefur að öllum líkindum orðið mun meiri en gert hafi verið ráð fyrir. „Ég held að þetta hafi verið lán í óláni að þetta fór af stað seinni part á föstudegi. Þá fóru kerfisstjórar í raun og vera strax að vinna í því að uppfæra kerfin sín sem hefur minnkað dreifingarmöguleika vírussins,“ segir Hrafnkell. Hrafnkell segir hins vegar margar tölvur vera óvarðar fyrir smiti þar sem óleyfilegur hugbúnaður er notaður og tölvan því ekki uppfærð. Til að takast á við árásir sem þessar segir Hrafnkell að nauðsynleg sé að uppfæra þurfi og innleiða nýtt regluverk frá Evrópusambandinu þar sem fleiri þættir verði teknir undir netöryggissveitina. Hlutir eins og fjarskiptafyrirtæki, orkufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, heilbrigðisþjónusta og fleiri fyrirtækja og stofnanna. Árásin um helgina er ekki lokið og enn ekki ljóst hvaða áhrif hún mun hafa. „Þetta er stærsta einstaka árás sem að við höfum orðið fyrir bæði er varðar gagnagíslatöku og yfirhöfuð. Hins vegar má ekki gleyma því að á síðasta ári þá voru um það bil eitt hundrað þúsund álagsárásir gerðar á íslenskar IP-tölur. Stofnunin vill koma því á framfæri að vakni grunur um smit í tölvum vegna árásarinnar um helgina er áríðandi að það sé tilkynnt til Póst- og fjarskiptastofnunnar í gegnum vefsíðuna pfs.is
Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00