Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:00 Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Íþróttafélög landsins hafa líkt og fleiri aðilar gripið til launalækkana til að bregðast við miklu tekjutapi af völdum kórónuveirunnar. „Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en segir meira þurfa til. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ segir Jón Rúnar, og bendir máli sínu til stuðnings á það hve margir iðkendur séu hjá íþróttafélögum landsins. Haldið sé utan um skráningu barna og unglinga í Nóra-kerfinu sem sveitarfélögin noti. Ávísun upp á 10.000 krónur á iðkanda? „Á öllu landinu, í 15 árgöngum, eru sirka 45.000 í íþróttum af 60.000 krökkum. Þetta er gríðarlega há tala og bara fagnaðarefni. Segjum sem svo að við fengjum helminginn af þessum milljarði, 500 milljónir, þá væri þetta ávísun upp á 10.000 krónur á hvern iðkanda. Það er ekki svakalega mikið. En 500 milljónir er mikið. Það er hægt að leika sér með þetta en ég myndi vilja sjá að ekki minna en 500 milljónir færu til íþrótta- og æskulýðsmála, og færu í gegnum þetta Nóra-kerfi. Þetta er tilbúið kerfi og það er ekki hægt að fúska neitt með það,“ segir Jón Rúnar, sem kallar eftir milljarði til viðbótar til íþrótta, menningar og lista. „Ég hef það fyrir satt að menn séu viljugir hjá hinu opinbera til að gera meira, vegna þess að menn sjá það hve nauðsynlegt er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé í gangi. Og þeir sjá að það er ekkert hægt að kalla bara niður í vélarrúmið þar sem allir sjálfboðaliðarnir eru og segja þeim að marsera bara hraðar og hlaupa lengra. Það er ekki hægt. Það verður einhver að koma með eitthvað fæði handa þessu fólki. Ég myndi vilja að það kæmi annar eins skammtur fyrir íþróttafélögin, sem og list og menningu, og við værum þá með einhvern margfeldisstuðul eftir því hvernig félögin sinna afreksstarfi. Því afreksstarfið hefur verið svolítið tabú.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Íþróttafélög landsins hafa líkt og fleiri aðilar gripið til launalækkana til að bregðast við miklu tekjutapi af völdum kórónuveirunnar. „Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en segir meira þurfa til. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ segir Jón Rúnar, og bendir máli sínu til stuðnings á það hve margir iðkendur séu hjá íþróttafélögum landsins. Haldið sé utan um skráningu barna og unglinga í Nóra-kerfinu sem sveitarfélögin noti. Ávísun upp á 10.000 krónur á iðkanda? „Á öllu landinu, í 15 árgöngum, eru sirka 45.000 í íþróttum af 60.000 krökkum. Þetta er gríðarlega há tala og bara fagnaðarefni. Segjum sem svo að við fengjum helminginn af þessum milljarði, 500 milljónir, þá væri þetta ávísun upp á 10.000 krónur á hvern iðkanda. Það er ekki svakalega mikið. En 500 milljónir er mikið. Það er hægt að leika sér með þetta en ég myndi vilja sjá að ekki minna en 500 milljónir færu til íþrótta- og æskulýðsmála, og færu í gegnum þetta Nóra-kerfi. Þetta er tilbúið kerfi og það er ekki hægt að fúska neitt með það,“ segir Jón Rúnar, sem kallar eftir milljarði til viðbótar til íþrótta, menningar og lista. „Ég hef það fyrir satt að menn séu viljugir hjá hinu opinbera til að gera meira, vegna þess að menn sjá það hve nauðsynlegt er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé í gangi. Og þeir sjá að það er ekkert hægt að kalla bara niður í vélarrúmið þar sem allir sjálfboðaliðarnir eru og segja þeim að marsera bara hraðar og hlaupa lengra. Það er ekki hægt. Það verður einhver að koma með eitthvað fæði handa þessu fólki. Ég myndi vilja að það kæmi annar eins skammtur fyrir íþróttafélögin, sem og list og menningu, og við værum þá með einhvern margfeldisstuðul eftir því hvernig félögin sinna afreksstarfi. Því afreksstarfið hefur verið svolítið tabú.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00
Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43