Segir íþróttafélögin eiga að fá 70% en menningu og listir 30% Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:00 Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Íþróttafélög landsins hafa líkt og fleiri aðilar gripið til launalækkana til að bregðast við miklu tekjutapi af völdum kórónuveirunnar. „Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en segir meira þurfa til. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ segir Jón Rúnar, og bendir máli sínu til stuðnings á það hve margir iðkendur séu hjá íþróttafélögum landsins. Haldið sé utan um skráningu barna og unglinga í Nóra-kerfinu sem sveitarfélögin noti. Ávísun upp á 10.000 krónur á iðkanda? „Á öllu landinu, í 15 árgöngum, eru sirka 45.000 í íþróttum af 60.000 krökkum. Þetta er gríðarlega há tala og bara fagnaðarefni. Segjum sem svo að við fengjum helminginn af þessum milljarði, 500 milljónir, þá væri þetta ávísun upp á 10.000 krónur á hvern iðkanda. Það er ekki svakalega mikið. En 500 milljónir er mikið. Það er hægt að leika sér með þetta en ég myndi vilja sjá að ekki minna en 500 milljónir færu til íþrótta- og æskulýðsmála, og færu í gegnum þetta Nóra-kerfi. Þetta er tilbúið kerfi og það er ekki hægt að fúska neitt með það,“ segir Jón Rúnar, sem kallar eftir milljarði til viðbótar til íþrótta, menningar og lista. „Ég hef það fyrir satt að menn séu viljugir hjá hinu opinbera til að gera meira, vegna þess að menn sjá það hve nauðsynlegt er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé í gangi. Og þeir sjá að það er ekkert hægt að kalla bara niður í vélarrúmið þar sem allir sjálfboðaliðarnir eru og segja þeim að marsera bara hraðar og hlaupa lengra. Það er ekki hægt. Það verður einhver að koma með eitthvað fæði handa þessu fólki. Ég myndi vilja að það kæmi annar eins skammtur fyrir íþróttafélögin, sem og list og menningu, og við værum þá með einhvern margfeldisstuðul eftir því hvernig félögin sinna afreksstarfi. Því afreksstarfið hefur verið svolítið tabú.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Íþróttafélög ættu að fá 700 milljónir af þeim 1.000 milljónum sem Alþingi hefur samþykkt að veita til menningar, íþrótta og lista vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH. Íþróttafélög landsins hafa líkt og fleiri aðilar gripið til launalækkana til að bregðast við miklu tekjutapi af völdum kórónuveirunnar. „Það virðist vera eina ráðið að lækka laun leikmanna. Vissulega þurfa leikmenn að taka eitthvað á sig, það er alveg klárt. Það þurfa allir að taka eitthvað á sig. En það þarf að koma eitthvað á móti,“ segir Jón Rúnar sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hann fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en segir meira þurfa til. „Það er vel gert að bæta við milljarði í þennan málaflokk. Ég vil nú meina að íþróttir ættu að fá 70% og hinn hlutinn 30,“ segir Jón Rúnar, og bendir máli sínu til stuðnings á það hve margir iðkendur séu hjá íþróttafélögum landsins. Haldið sé utan um skráningu barna og unglinga í Nóra-kerfinu sem sveitarfélögin noti. Ávísun upp á 10.000 krónur á iðkanda? „Á öllu landinu, í 15 árgöngum, eru sirka 45.000 í íþróttum af 60.000 krökkum. Þetta er gríðarlega há tala og bara fagnaðarefni. Segjum sem svo að við fengjum helminginn af þessum milljarði, 500 milljónir, þá væri þetta ávísun upp á 10.000 krónur á hvern iðkanda. Það er ekki svakalega mikið. En 500 milljónir er mikið. Það er hægt að leika sér með þetta en ég myndi vilja sjá að ekki minna en 500 milljónir færu til íþrótta- og æskulýðsmála, og færu í gegnum þetta Nóra-kerfi. Þetta er tilbúið kerfi og það er ekki hægt að fúska neitt með það,“ segir Jón Rúnar, sem kallar eftir milljarði til viðbótar til íþrótta, menningar og lista. „Ég hef það fyrir satt að menn séu viljugir hjá hinu opinbera til að gera meira, vegna þess að menn sjá það hve nauðsynlegt er að íþrótta- og æskulýðsstarf sé í gangi. Og þeir sjá að það er ekkert hægt að kalla bara niður í vélarrúmið þar sem allir sjálfboðaliðarnir eru og segja þeim að marsera bara hraðar og hlaupa lengra. Það er ekki hægt. Það verður einhver að koma með eitthvað fæði handa þessu fólki. Ég myndi vilja að það kæmi annar eins skammtur fyrir íþróttafélögin, sem og list og menningu, og við værum þá með einhvern margfeldisstuðul eftir því hvernig félögin sinna afreksstarfi. Því afreksstarfið hefur verið svolítið tabú.“ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Formaður hjá KR segir íþróttafólk eiga að njóta bótaúrræða hins opinbera Formaður knattspyrnudeildar KR segist „vinna eftir þeirri reglu“ núna að íþróttafélög greiði sínum starfsmönnum 25% launa og ríkið 75%, í samræmi við þau úrræði sem stjórnvöld hafi boðið upp á. 30. mars 2020 21:00
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00
Lilja: Erum mjög meðvituð um stöðu íþróttahreyfingarinnar Íþróttamálaráðherra segir að íslensk stjórnvöld séu í miklum sambandi við íslensku íþróttahreyfinguna en sérstakar aðgerðir verði ekki kynntar strax. 19. mars 2020 15:43