Lífið

Jón Daði og María Ósk trúlofuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson, leikmaður enska B-deildarliðsins Wolves, og María Ósk Skúladóttir trúlofuðu sig á dögunum.

Þau greindu frá því á Facebook í gær en samkvæmt færslunni trúlofaði parið sig þann 17. janúar. Þau búa saman í Wolverhampton í Englandi en Jón Daði er frá Selfossi og María er frá Kirkjubæjarklaustri.

Þau hafa verið saman í nokkur ár. Lífið óskar þeim innilega til hamingju.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.