Tónlist

Bein útsending: Tómamengi

Samúel Karl Ólason skrifar

Steingrímur Teague og Andri Ólafsson, úr Moses Hightower, halda tónleika í kvöld sem kallast Tómamengi og er sýnt frá þeim í beinni útsendingu. Steingrímur hefur spilað og sungið með alls konar liði í gegnum tíðina, en lengst af með hljómsveitinni Moses Hightower.

Í Tómamengi ætlar hann að flytja sígrænar lummur úr smiðju jöfra á borð við Blossom Dearie, Prúðuleikaranna, Joni Mitchell og Velvet Underground. Steingrímur ætlar að leika á húspíanó Mengis, en Mosesbróðir hans Andri Ólafsson verður til halds og trausts á kontrabassa í völdum lögum.

Tekið verður á móti frjálsum framlögum til listamannanna og hvetjum við fólk til þess að styrkja þá á þessum erfiðu tímum.

Hægt er að hringja í númerið 901-7111 og greiða þar með 1.000 krónur. Millifæra á Kass appinu í nr. 865-3644 (upphæð að eigin vali). Einnig er hægt að millifæra á PayPal með netfanginu payment@mengi.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.