Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2020 18:39 Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Vísir/Vilhelm Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Sjá meira
Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02