Sport

Blær og Úlfar Páll Monsi í Aftureldingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blær Hinriksson, til vinstri, og Úlfar Páll Monsi Þórðarson, til hægri, munu leika í Mosfellsbænum á næstu leiktíð.
Blær Hinriksson, til vinstri, og Úlfar Páll Monsi Þórðarson, til hægri, munu leika í Mosfellsbænum á næstu leiktíð. vísir/hk/vilhelm

Afturelding ætlar að mæta með hörkulið til leiks í Olís-deild karla á næstu leiktíð en þeir hafa safnað mörgum mönnum að undanförnu. Nýjasti liðstyrkurinn eru þeir Blær Hinriksson og Úlfar Páll Monsi Þórðarson.

Guðjón Guðmundsson sagði frá því í Sportpakkanum í kvöld að leikmennirnir höfðu skrifað undir samning við félagið og munu leika í Mosfellsbænum á næstu leiktíð.

Stórskyttan Blær kemur til félagsins frá HK en hann er einungis fæddur árið 2001. Hann hefur skorað 61 mark í 12 leikjum fyrir félagið í vetur en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Blær var einn eftirsóttasti leikmaður markaðarins.

Vinstri hornamaðurinn Úlfar Páll kemur til liðsins frá Val en hann hefur verið á láni hjá Stjörnunni í vetur. Hann hefur skorað fjórtán mörk í átján leikjum en fyrir í vinstra horninu hjá Val eru þeir Vignir Stefánsson og Stiven Tobar Valencia sem Valsmenn hafa ákveðið að veðja á.

Júlíus Þórir Stefánsson, sem er nú einn af vinstri hornamönnum Aftureldingar, mun yfirgefa félagið í sumar.

Fyrir höfðu Mosfellingar samið við Svein Andra Sveinsson, Bergvin Þór Gíslason og Þránd Gíslason Roth. Gunnar Magnússon tekur við liðinu af Einari Andra Einarssyni eftir leiktíðina sem enginn veit hvort klárist eður ei.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.