Sport

Messi styrkir bar­áttuna gegn kórónu­veirunni í Barcelona og Argentínu um eina milljón evra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar marki gegn Real Sociedad.
Messi fagnar marki gegn Real Sociedad. vísir/getty

Lionel Messi, einn besti knattspyrnur heims og allra tíma, hefur lagt baráttunni gegn kóronuveirunni lið og styrkt heilsugæslustöðvar bæði í Barcelona sem og heimalandinu.

Messi mun leggja eina milljón evra í verkefnið og tekur þannig í sama streng og Pep Guardiola sem lagði sjúkrahúsinu í Barcelona lið um eina milljón evra í gær

Þessi ein milljón evra frá Messi mun skiptast á milli tveggja spítala; einni í Barcelona og einnig í heimalandi sínu og heimabæ, Rosario í Argentínu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Messi styrkir spítala á Spáni en á síðasta ári styrkti hann barnaspítalann í Barcelona um ýmis tæki.

Yfir 200 hafa látið lífið á norðaustur Spáni og átta þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.