Sport

Messi styrkir bar­áttuna gegn kórónu­veirunni í Barcelona og Argentínu um eina milljón evra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi fagnar marki gegn Real Sociedad.
Messi fagnar marki gegn Real Sociedad. vísir/getty

Lionel Messi, einn besti knattspyrnur heims og allra tíma, hefur lagt baráttunni gegn kóronuveirunni lið og styrkt heilsugæslustöðvar bæði í Barcelona sem og heimalandinu.

Messi mun leggja eina milljón evra í verkefnið og tekur þannig í sama streng og Pep Guardiola sem lagði sjúkrahúsinu í Barcelona lið um eina milljón evra í gær

Þessi ein milljón evra frá Messi mun skiptast á milli tveggja spítala; einni í Barcelona og einnig í heimalandi sínu og heimabæ, Rosario í Argentínu.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Messi styrkir spítala á Spáni en á síðasta ári styrkti hann barnaspítalann í Barcelona um ýmis tæki.

Yfir 200 hafa látið lífið á norðaustur Spáni og átta þúsund manns hafa greinst með kórónuveiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×