Sport

Segir það leiðinlegt fyrir Liverpool en ekkert annað sé í stöðunni en að flauta tímabilið af

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni þar sem liðið datt úr leik.
Liðsmynd hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni þar sem liðið datt úr leik. vísir/getty

Fyrrum stjóri enska landsliðsins, Sam Allardyce, segir að það þurfi að enda tímabilið og byrja upp á nýtt næsta haust þrátt fyrir að það sé leiðinlegt fyrir Liverpool. Hann sér ekki hvernig eigi að klára tímabilið.

Öllum fótbolta á Englandi hefur verið frestað þangað til 30. apríl en liðin í ensku úrvalsdeildinni munu setjast niður þann 3. apríl og ræða hvað eigi að gera en liðin eiga níu til tíu leiki eftir.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að útgöngubann tæki gildi í Bretlandi frá og með gærdeginum sér Allardyce ekki hvernig eigi að klára tímabilið.

„Ég er hræddur um það að við þurfum að enda tímabilið og byrja aftur á næstu leiktíð. Ég veit ekki hvernig við eigum að klára tímabilið með allt sem er í gangi og allir þurfa að vera heima hjá sér,“ sagði Allardyce í samtali við Sky Sports.

„Ég held að hvernig þetta hefur þróast upp á síðkastið í heiminum og sérstaklega hér hjá okkur, hvernig hann er að breiða úr sér vírusinn og hversu mörg líf hann er að taka, þá er eina leiðin að vera í einangrun.“

„Þetta verður leiðinlegt fyrir mörg lið. Í úrvalsdeildinni eru lið eins og Liverpool sem hafa átt frábært tímabil en þegar líf eru undir þá hefur það forgang.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.