Sport

Starfs­maður Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar: Leikarnir munu ekki hefjast 24. júlí

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pound í stúkunni á vetrarólympíuleikunum 2018. Hann er lengst til vinstri á myndinni.
Pound í stúkunni á vetrarólympíuleikunum 2018. Hann er lengst til vinstri á myndinni. vísir/getty

Dick Pound, nefndarmaður Alþjóðaólympíunefndarinnar, segir að Ólympíuleikarnir sem eigi að hefjast þann 24. júlí í Tókýó munu ekki hefjast þann dag.

Margir hafa kallað eftir því að leikunum verði frestað um ár vegna kórónuveirunnar en ómögulegt er að segja hvernig ástandið verður þegar leikarnir eiga að fara af stað.

Margir íþróttamenn heimsins eru í útgöngubanni og geta þar af leiðandi ekki æft fyrir leikana en Pound segir að ekki sé klárt hvort að leikunum verði algjörlega frestað um eitt ár en það er eitt sem hann veit:

„Það er ekki búið að ákveða allt varðandi leikana en þeir munu ekki byrja 24. júlí. Það veit ég,“ sagði Pound í samtali við USA Today í dag. Hann sagði líklegt að þeir yrðu færðir aftur um eitt ár.

Kanada greindi frá því í dag að íþróttamenn landsins myndu ekki mæta til leiks færi keppnin fram á tilsettum tíma í sumar en reiknað er með að leikarnir fari fram sumarið 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×