Vaknaði snemma til að teikna fyrir leikskóla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. mars 2020 12:58 Árni Jón Gunnarsson teiknar sögurnar um Litla Stubb og Jón Alón hér á Vísi. Á þessari teikningu má sjá þegar hinn seinheppni Jón Alón keypti sér jakkaföt án þess að máta. Teikning/Árni Jón Gunnarsson „Ég hef teiknað frá því að ég man eftir mér. Ég þurfti víst að vakna snemma svo ég gæti teiknað smá áður en ég færi á leikskólann. Væri alveg til í fimm ára Árna metnaðinn aftur skal ég segja þér,“ segir Árni Jón Gunnarsson sem teiknar myndasögurnar fyrir Vísi. Jón Alón og Litli Stubbur hafa vakið mikla athygli hér á vefnum og vildum við því leyfa lesendum að kynnast betur manninum á bak við myndasögurnar. „Ég er nýfluttur í bæinn, svo ég er aðallega bara að koma mér fyrir og bora nefið eða þvælast í kaffihús og teikna. Svo reyni ég alltaf að hafa augun opin fyrir nýju efni í Jón eða Litla stubb, svo er ég búinn að vera á leiðinni að setja saman í Jón Alón bók, í svona fjögur ár,“ segir Árni Jón „Ég er bara ótrúlega krúttlegur og frábær. Er lítill og léttur, auðvelt að halda á mér,“ svarar Árni Jón aðspurður hvernig hann myndi lýsa sjálfum sér. Hann segist ekki vera mikill myndasögunörd, þó að hann vinni við að teikna myndasögur. „Ég er með puttann dauflega á púlsinum hvað varðar pop kúltúrinn, og hef lesið þó nokkrar sögur, en gæti ekki nefnt marga höfunda eða teiknara, mér til háborinnar skammar. Ég fann hins vegar að myndasögumiðillinn átti algerlega við mig, því þetta uppfyllir bæði áhuga minn á að segja sögur og að teikna, svo þetta var bara negla frá fyrsta degi sem ég fór að búa til myndasögur.“ Fylgist með hrakföllum Jóns á Vísi á mánudögum og miðvikudögum. Teikningin er eftir Árna Jón Gunnarsson. Glósubækurnar úr skóla fullar af teikningum Hans áhugasvið er mjög breytt þegar kemur að myndasögum, en á Vísi eru teikningarnar hans flestar kaldhæðnar eða fyndnar. Stundum bæði. „Það sem mér finnst skemmtilegast að sjá í myndasögum er subbulegt ofbeldi, flottur hasar, fyndið grín og spennandi heimar. Ég hef voða gaman af öllum belgísku og frönsku meisturunum, og þeir hafa klárlega haft áhrif á stílinn minn á einn eða annan hátt. Myndasögur sem höfðu mikil áhrif á mig þegar ég var yngri voru svo til dæmis Preacher bækurnar, Punisher serían hans Garth Ennis, Viggó viðutan, Gorma bækurnar, Tinni, Svalur & Valur, Andrésar andar/Jóakim sögurnar hans Don Rosa og fleira. Innblástur Árna kemur úr öllum áttum, hann segist fá innblástur nánast alls staðar þar sem hann kemst í hann. „Vinir, skyldmenni, random listamenn sem ég rekst á. Varnarlaust ókunnugt fólk. Bíómyndir. Og mjög mikið frá eigin heimskupörum og vandræðalegheitum. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að sjúga sem mest úr umhverfi sínu fyrir innblástur og áhrif. Það er alltaf lang best að sjá aðra listamenn vera sniðuga, duglega og skapandi. Stela svo bara þeirra metnaði og vona að það skili sér.“ Árni Jón gæti eflaust teiknað hvar og hvenær sem er, sem getur verið ókostur þegar hann á að vera að einbeita sér að einhverju allt öðru. „Að teikna í góðum félagskap með bjór við höndina er alveg yndislegt. Annars er ég duglegastur að teikna þegar ég á að vera að gera allt annað en það. Glósubækurnar mínar frá skólagöngunni geta borið vitni um það.“ Fylgist með skammarstrikum Litla Stubbs á Vísi á laugardögum. Teikningin er eftir Árna Jón Gunnarsson. Teiknaði í öllum matarpásum Hann viðurkennir að hann gæti verið duglegri við að hlusta á eitthvað á meðan hann er að vinna. „En ég er hægt og rólega að komast á lagið. Þægilegar hlaðvarpsraddir eða góð tónlist er algerlega málið og hjálpar mikið með einbeitinguna. Þá er ég nokkurn veginn alæta á allt þegar ég rekst á það, en eins og með myndasögurnar er ég varla með puttann á púlsinum með hvað er í gangi í hlaðvarps- eða tónlistarheiminum.“ Árni Jón gaf út bókina Matarpásumyndasögubókinn, sem varð til þegar hann var að gera myndasögur í matarpásunum í vinnunni. „Þetta voru því matarpásumyndasögur. Þá hafði ég takmarkaðan tíma til að henda út úr mér einhverri vitleysu, sem var rosalega gaman. Svo fóru sögurnar að hrannast upp, og ég ákvað að setja þær saman í bók, því af hverju ekki?! Seinni partur Matarpásumyndasögubókarinnar er samt svindl, því þær voru gerðar á mun lengri tíma en bara 30 til 40 mínútum, sem sést frekar augljóslega á teiknigæðunum.“ Hann gerði einnig bókina Súperkúkur með Hugleiki Dagssyni. „Það var ógeðslega gaman og ógeðslega erfitt. Mikið teikn á mjög stuttum tíma. Stress og kátína og sköpunargleði. Lærði mjög mikið. Mæli með.“ View this post on Instagram @arnijong and I. Working on something important. A post shared by Dagsson (@dagsson) on Mar 14, 2020 at 10:21am PDT Óraunverulega seinheppinn En hvernig urðu persónurnar Jón Alón og Litli Stubbur til? „Jón eiginlega bara krumpaða þunglynda og kvíðna alter-egóið mitt. Ég held að hann eigi eitthvað sameiginlegt með flestum. Við erum öll smá Jón af og til í gegn um ævina. Ég nýti svolítið litlu frændur mína til að fá innblástur fyrir Litla Stubb. Hann er lítið barn/menni sem er alger óviti og prakkari. Hegðunin hans byggir oft á einhverjum skammarstrikum frænda minna.“ Sjá einnig: Litli Stubbur og Jón Alón „Jón er sjálfum sér verstur. Veltir sér upp úr því sem engu máli skiptir, og gefst auðveldlega upp. En honum til varnar er hann líka óraunverulega seinheppinn, og stundum er lífið einfaldlega ósanngjarnt. En hann gerir ekkert til að bæta úr sínum málum. Litli Stubbur er forvitinn, frekur og sérvitur. Er alltaf að bralla eitthvað og kemur sér stanslaust í mjög fyrirbyggjanleg vandræði.“ Árni segist ekki hafa grænan grun um það hvað sé fram undan á næstunni. „Ég er rosa mikið að ákveða það jafn óðum. Mjög ábyrgt og fullorðins af mér,“ segir Árni að lokum. Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
„Ég hef teiknað frá því að ég man eftir mér. Ég þurfti víst að vakna snemma svo ég gæti teiknað smá áður en ég færi á leikskólann. Væri alveg til í fimm ára Árna metnaðinn aftur skal ég segja þér,“ segir Árni Jón Gunnarsson sem teiknar myndasögurnar fyrir Vísi. Jón Alón og Litli Stubbur hafa vakið mikla athygli hér á vefnum og vildum við því leyfa lesendum að kynnast betur manninum á bak við myndasögurnar. „Ég er nýfluttur í bæinn, svo ég er aðallega bara að koma mér fyrir og bora nefið eða þvælast í kaffihús og teikna. Svo reyni ég alltaf að hafa augun opin fyrir nýju efni í Jón eða Litla stubb, svo er ég búinn að vera á leiðinni að setja saman í Jón Alón bók, í svona fjögur ár,“ segir Árni Jón „Ég er bara ótrúlega krúttlegur og frábær. Er lítill og léttur, auðvelt að halda á mér,“ svarar Árni Jón aðspurður hvernig hann myndi lýsa sjálfum sér. Hann segist ekki vera mikill myndasögunörd, þó að hann vinni við að teikna myndasögur. „Ég er með puttann dauflega á púlsinum hvað varðar pop kúltúrinn, og hef lesið þó nokkrar sögur, en gæti ekki nefnt marga höfunda eða teiknara, mér til háborinnar skammar. Ég fann hins vegar að myndasögumiðillinn átti algerlega við mig, því þetta uppfyllir bæði áhuga minn á að segja sögur og að teikna, svo þetta var bara negla frá fyrsta degi sem ég fór að búa til myndasögur.“ Fylgist með hrakföllum Jóns á Vísi á mánudögum og miðvikudögum. Teikningin er eftir Árna Jón Gunnarsson. Glósubækurnar úr skóla fullar af teikningum Hans áhugasvið er mjög breytt þegar kemur að myndasögum, en á Vísi eru teikningarnar hans flestar kaldhæðnar eða fyndnar. Stundum bæði. „Það sem mér finnst skemmtilegast að sjá í myndasögum er subbulegt ofbeldi, flottur hasar, fyndið grín og spennandi heimar. Ég hef voða gaman af öllum belgísku og frönsku meisturunum, og þeir hafa klárlega haft áhrif á stílinn minn á einn eða annan hátt. Myndasögur sem höfðu mikil áhrif á mig þegar ég var yngri voru svo til dæmis Preacher bækurnar, Punisher serían hans Garth Ennis, Viggó viðutan, Gorma bækurnar, Tinni, Svalur & Valur, Andrésar andar/Jóakim sögurnar hans Don Rosa og fleira. Innblástur Árna kemur úr öllum áttum, hann segist fá innblástur nánast alls staðar þar sem hann kemst í hann. „Vinir, skyldmenni, random listamenn sem ég rekst á. Varnarlaust ókunnugt fólk. Bíómyndir. Og mjög mikið frá eigin heimskupörum og vandræðalegheitum. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að sjúga sem mest úr umhverfi sínu fyrir innblástur og áhrif. Það er alltaf lang best að sjá aðra listamenn vera sniðuga, duglega og skapandi. Stela svo bara þeirra metnaði og vona að það skili sér.“ Árni Jón gæti eflaust teiknað hvar og hvenær sem er, sem getur verið ókostur þegar hann á að vera að einbeita sér að einhverju allt öðru. „Að teikna í góðum félagskap með bjór við höndina er alveg yndislegt. Annars er ég duglegastur að teikna þegar ég á að vera að gera allt annað en það. Glósubækurnar mínar frá skólagöngunni geta borið vitni um það.“ Fylgist með skammarstrikum Litla Stubbs á Vísi á laugardögum. Teikningin er eftir Árna Jón Gunnarsson. Teiknaði í öllum matarpásum Hann viðurkennir að hann gæti verið duglegri við að hlusta á eitthvað á meðan hann er að vinna. „En ég er hægt og rólega að komast á lagið. Þægilegar hlaðvarpsraddir eða góð tónlist er algerlega málið og hjálpar mikið með einbeitinguna. Þá er ég nokkurn veginn alæta á allt þegar ég rekst á það, en eins og með myndasögurnar er ég varla með puttann á púlsinum með hvað er í gangi í hlaðvarps- eða tónlistarheiminum.“ Árni Jón gaf út bókina Matarpásumyndasögubókinn, sem varð til þegar hann var að gera myndasögur í matarpásunum í vinnunni. „Þetta voru því matarpásumyndasögur. Þá hafði ég takmarkaðan tíma til að henda út úr mér einhverri vitleysu, sem var rosalega gaman. Svo fóru sögurnar að hrannast upp, og ég ákvað að setja þær saman í bók, því af hverju ekki?! Seinni partur Matarpásumyndasögubókarinnar er samt svindl, því þær voru gerðar á mun lengri tíma en bara 30 til 40 mínútum, sem sést frekar augljóslega á teiknigæðunum.“ Hann gerði einnig bókina Súperkúkur með Hugleiki Dagssyni. „Það var ógeðslega gaman og ógeðslega erfitt. Mikið teikn á mjög stuttum tíma. Stress og kátína og sköpunargleði. Lærði mjög mikið. Mæli með.“ View this post on Instagram @arnijong and I. Working on something important. A post shared by Dagsson (@dagsson) on Mar 14, 2020 at 10:21am PDT Óraunverulega seinheppinn En hvernig urðu persónurnar Jón Alón og Litli Stubbur til? „Jón eiginlega bara krumpaða þunglynda og kvíðna alter-egóið mitt. Ég held að hann eigi eitthvað sameiginlegt með flestum. Við erum öll smá Jón af og til í gegn um ævina. Ég nýti svolítið litlu frændur mína til að fá innblástur fyrir Litla Stubb. Hann er lítið barn/menni sem er alger óviti og prakkari. Hegðunin hans byggir oft á einhverjum skammarstrikum frænda minna.“ Sjá einnig: Litli Stubbur og Jón Alón „Jón er sjálfum sér verstur. Veltir sér upp úr því sem engu máli skiptir, og gefst auðveldlega upp. En honum til varnar er hann líka óraunverulega seinheppinn, og stundum er lífið einfaldlega ósanngjarnt. En hann gerir ekkert til að bæta úr sínum málum. Litli Stubbur er forvitinn, frekur og sérvitur. Er alltaf að bralla eitthvað og kemur sér stanslaust í mjög fyrirbyggjanleg vandræði.“ Árni segist ekki hafa grænan grun um það hvað sé fram undan á næstunni. „Ég er rosa mikið að ákveða það jafn óðum. Mjög ábyrgt og fullorðins af mér,“ segir Árni að lokum.
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira