Innlent

Svifryksmengun gæti kallað á heimsókn á bráðamóttöku

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi segir nýársnótt jafnan hafa verið annasama. 
Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi segir nýársnótt jafnan hafa verið annasama.  Vísir/Egill

Yfirlæknir á bráðamóttöku hefur áhyggjur af því að fólk gæti þurft að leita á bráðamóttöku í nótt vegna mikillar svifryksmengunar.

Nýársnótt er jafnan annasöm á bráðamóttöku Landspítalans en um þrjátíu manns standa vaktina þar í nótt.

„Fólk er bæði að leita til okkar vegna flugeldaslysa og líka vegna almennra afleiðinga skemmtana. Það er töluvert um komur í tengslum við ölvun á nýársnótt. Flugeldaslysin hafa verið tíu til tuttugu á ári undanfarin ár. Þar af hafa verið eitt til tvö alvarleg slys. Mest eru þetta einfaldir brunar á fingrum og höndum en það eru því miður enn þá alvarleg slys. Augnslys og slys sem krefjast innlagna og aðgerða,“ segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Búist er við talsverðri svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir og hefur þeim sem eru viðkvæmir fyrir verið ráðlagt að halda sig sem mest innandyra.

„Við sáum það sérstaklega fyrir þremur árum síðan þegar það var mjög stillt og gott veður á gamlárskvöld að það komu til okkar í kringum tólf einstaklingar yfir nóttina með mæði og versnun á öndunarfæraeinkennum sem að við teljum að megi rekja, að minnsta kosti að hluta til, til svifryks. Þannig að við höfum áhyggjur af því ef það verður mjög stillt veður í kvöld að það verði einstaklingar sem þurfa að leita til okkar út af þessu,“ segir Jón Magnús.


Tengdar fréttir

Hita­hvörf gætu myndað pott­lok yfir Reykja­vík á gaml­árs­kvöld

Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.