Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2020 18:29 Uğur Şahin er forstjóri BioNTech. Andreas Arnold/picture alliance via Getty Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Afbrigðið, sem hefur dreifst hratt um Bretland og er talið geta verið meira smitandi en önnur, hefur valdið því að margar þjóðir hafa takmarkað eða lokað á ferðalög frá Bretlandi. „Líkurnar á því að bóluefnið okkar virki eru talsvert miklar,“ sagði Şahin á fréttamannafundi á vegum BioNtech í dag. Sagði hann að 99 prósent af bindiprótíni (e. spike protein) breska afbrigðisins væri það sama og í öðrum afbrigðum veirunnar. Şahin bætti því þó við að BioNTech og Pfizer ynnu nú að prófunum til þess að sannreyna hvort efnið virkaði á afbrigðið. Sagði hann að niðurstöðu mætti vænta eftir um tvær vikur. Geta hafið dreifingu innan nokkurra daga Fyrstu sendingar af bóluefninu til Evrópu gætu verið sendar frá Belgíu á morgun. Þetta kom fram í máli Sean Marett, viðskiptastjóra BioNTech. Bætti hann því við að fyrirtækin tvö sem að bóluefninu standa vinni nú að því að klára pappírsvinnu áður en dreifing um Evrópu hefst. Bóluefnið er þegar komið í dreifingu í Bandaríkjunum og er bólusetning með því hafin vestanhafs. Fyrirtækin tvö eru bundin af loforði Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hún hefur ítrekað sagt að öll aðildarríki Evrópusambandsins muni fá fyrstu skammta bóluefnisins afhenta á sama tíma. Marett sagði einnig að Evrópusambandsríki fengju um tólf og hálfa milljón skammta fyrir árslok 2020. Verður bóluefninu skipt á milli ríkja eftir íbúafjölda, en ríkin ráða því sjálf hvernig forgangsröðun í bólusetningu verður háttað. Ísland er aðili að bóluefnasamningi Evrópusambandsins við BioNTech og Pfizer, og er því hluti af þessum tölum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54 Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58 Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Undirrituðu samning við Janssen um bóluefni fyrir 235 þúsund manns Samningur Íslands um bóluefni frá lyfjaframleiðandanum Janssen var undirritaður í dag. Þetta er þriðji samningurinn íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen tryggir bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. 22. desember 2020 14:54
Ræddi við framkvæmdastjóra hjá Pfizer til að fá betri yfirsýn Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag. 22. desember 2020 09:58
Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. 21. desember 2020 11:20