Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. nóvember 2025 11:48 David Burke er grunaður í máli Celeste Rivas Hernandez sem fannst sundurlimuð í skotti Teslu hans. Tónlistarmaðurinn D4vd er grunaður í máli hinnar fimmtán ára Celeste Rivas sem fannst látin í framskotti Teslu-bifreiðar hans. Rivas hafði flúið að heiman rúmu ári fyrr og mögulega átt í sambandi við tónlistarmanninn áður en lík hennar fannst. Heimildamaður hjá lögreglunni í Los Angeles greindi fréttamiðlinum NBC Los Angeles frá stöðu D4vd í málinu. Sami heimildamaður segir tónlistarmanninn ekki hafa verið samvinnuþýðan í rannsókn málsins. Líkamsleifar Rivas fundust 8. september í framskotti Teslu eftir að starfsmenn dráttarbílafyrirtækisins Hollywood Tow fundu sterkan fnyk frá bílnum. Þeir opnuðu skottið og blöstu þá við líkamsleifar í plastpoka. Teslan hafði verið dregin í burtu af bílastæði í Hollywood-hæðum þar sem nágrannar sögðu bílinn hafa verið kyrrstæðan í meira en mánuð. Við krufningu tókst réttarmeinafræðingi að bera kennsl á Rivas. Hann komst jafnframt að því að hún hafði dáið mörgum mánuðum fyrr og verið töluverðan tíma í skottinu. Dánarorsök liggur ekki fyrir en andlát hennar er rannsakað sem manndráp. Flúði í þriðja sinn að heiman en sneri ekki aftur Celeste Rivas Hernandez var dóttir innflytjenda frá El Salvador, fædd í september 2010 og bjó í borginni Lake Elsinore í Kaliforníu sem er í um 120 kílómetra frá staðnum þar sem lík hennar fannst. Celeste var þrettán ára þegar hún flúði að heiman og sennilega bara fjórtán þegar hún lést. Celeste hafði flúið að heiman einu og hálfu ári fyrr, þá aðeins þrettán ára gömul, og verið týnd síðan. Það var þó ekki í fyrsta skiptið sem hún flúði að heiman. Hún gerði það fyrst á Valentínusardag 2024 og tilkynnti fjölskyldan hana sem týnda daginn eftir. Plakötum var dreift um hverfið og auglýsti móðir hennar eftir stúlkunni á Facebook. Hún sneri á endanum aftur og lét eins og ekkert væri. Celeste endurtók þetta tvisvar í viðbót og tilkynnti fjölskyldan hana í bæði skiptin sem týnda. Hún sneri þó ekki aftur í þriðja skiptið . Þegar lík hennar fannst var hún klædd í bol, leggings-buxur, með eyrnalokka og tattúið „Shhh...“ á vísifingri sem var nákvæmlega eins og sambærilegt húðflúr á vísifingri D4vd. Byrjaði í Fortnite og sprakk út á TikTok Tvítugi tónlistarmaðurinn D4vd heitir réttu nafni David Anthony Burke og var alinn upp skammt frá Houston í Texas. Hann hlaut grunnskólamenntum heima og segist einungis hafa hlustað á gospeltónlist þar til hann varð þrettán ára. D4vd tróð upp á Lollapalooza í ágúst, skömmu áður en líka Rivas fannst.Getty Burke var forfallinn Fortnite-spilari sem táningur og hóf tónlistarferil sinn með því að búa til popplög fyrir tölvuleikjamyndbönd sem hann hlóð upp á Youtube. Tónlistin tók yfir tölvuleikina og hóf hann að hlaða upp tónlist á Soundcloud 2021. Tónlistin virtist ná til hlustenda og árið 2022 gaf hann út tvo stærstu smelli sína „Romantic Homicide“ og „Here With Me“. Lögin urðu gríðarvinsæl á TikTok og síðan Spotify þar sem D4vd náði mest 33 milljón hlustendum mánaðarlega. Hann skrifaði undir hjá útgáfurisanum Interscope Records, gaf út stuttskífuna Petals and Thorns árið 2023, hitaði upp fyrir stórstjörnuna SZA á SOS-tónleikaferðalagi hennar og gaf svo út plötuna Withered fyrr á þessu ári. Líkfundurinn hefur hins vegar sett strik í reikninginn og er ferill hans í lausu lofti. Tónleikaferðalagi hans var aflýst, Sony Music hætti við að auglýsa nýjustu plötu hans og samstarfsaðilar riftu samningum. Telja húðflúr og myndir sýna fram á samband Það sem eykur á dulúð málsins er að það er ekki ljóst nákvæmlega hvort Rivas og Burke áttu í sambandi. Fjölskylda og vinir hennar tjáðu fréttamiðlum að hún hefði verið að deita tónlistarmann sem hét David. Netspæjarar telja að húðflúrin sem þau eru bæði með á vísifingri og ýmsar myndir sem Burke birti á miðlunum sýni fram á að þau hafi verið saman þegar hún lést. Það eru þó bara sögusagnir þar til almennileg sönnunargögn koma í ljós. Lítið sem ekkert hefur heyrst um hlut tónlistarmannsins í dauða Rivas frá septemberlokum þar til nú. Myndefni úr bæði bílnum og af heimili Burke ætti þó að geta varpað ljósi á hvað raunverulega gerðist og hvort tónlistarmaðurinn var viðriðinn andlát stúlkunnar. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Heimildamaður hjá lögreglunni í Los Angeles greindi fréttamiðlinum NBC Los Angeles frá stöðu D4vd í málinu. Sami heimildamaður segir tónlistarmanninn ekki hafa verið samvinnuþýðan í rannsókn málsins. Líkamsleifar Rivas fundust 8. september í framskotti Teslu eftir að starfsmenn dráttarbílafyrirtækisins Hollywood Tow fundu sterkan fnyk frá bílnum. Þeir opnuðu skottið og blöstu þá við líkamsleifar í plastpoka. Teslan hafði verið dregin í burtu af bílastæði í Hollywood-hæðum þar sem nágrannar sögðu bílinn hafa verið kyrrstæðan í meira en mánuð. Við krufningu tókst réttarmeinafræðingi að bera kennsl á Rivas. Hann komst jafnframt að því að hún hafði dáið mörgum mánuðum fyrr og verið töluverðan tíma í skottinu. Dánarorsök liggur ekki fyrir en andlát hennar er rannsakað sem manndráp. Flúði í þriðja sinn að heiman en sneri ekki aftur Celeste Rivas Hernandez var dóttir innflytjenda frá El Salvador, fædd í september 2010 og bjó í borginni Lake Elsinore í Kaliforníu sem er í um 120 kílómetra frá staðnum þar sem lík hennar fannst. Celeste var þrettán ára þegar hún flúði að heiman og sennilega bara fjórtán þegar hún lést. Celeste hafði flúið að heiman einu og hálfu ári fyrr, þá aðeins þrettán ára gömul, og verið týnd síðan. Það var þó ekki í fyrsta skiptið sem hún flúði að heiman. Hún gerði það fyrst á Valentínusardag 2024 og tilkynnti fjölskyldan hana sem týnda daginn eftir. Plakötum var dreift um hverfið og auglýsti móðir hennar eftir stúlkunni á Facebook. Hún sneri á endanum aftur og lét eins og ekkert væri. Celeste endurtók þetta tvisvar í viðbót og tilkynnti fjölskyldan hana í bæði skiptin sem týnda. Hún sneri þó ekki aftur í þriðja skiptið . Þegar lík hennar fannst var hún klædd í bol, leggings-buxur, með eyrnalokka og tattúið „Shhh...“ á vísifingri sem var nákvæmlega eins og sambærilegt húðflúr á vísifingri D4vd. Byrjaði í Fortnite og sprakk út á TikTok Tvítugi tónlistarmaðurinn D4vd heitir réttu nafni David Anthony Burke og var alinn upp skammt frá Houston í Texas. Hann hlaut grunnskólamenntum heima og segist einungis hafa hlustað á gospeltónlist þar til hann varð þrettán ára. D4vd tróð upp á Lollapalooza í ágúst, skömmu áður en líka Rivas fannst.Getty Burke var forfallinn Fortnite-spilari sem táningur og hóf tónlistarferil sinn með því að búa til popplög fyrir tölvuleikjamyndbönd sem hann hlóð upp á Youtube. Tónlistin tók yfir tölvuleikina og hóf hann að hlaða upp tónlist á Soundcloud 2021. Tónlistin virtist ná til hlustenda og árið 2022 gaf hann út tvo stærstu smelli sína „Romantic Homicide“ og „Here With Me“. Lögin urðu gríðarvinsæl á TikTok og síðan Spotify þar sem D4vd náði mest 33 milljón hlustendum mánaðarlega. Hann skrifaði undir hjá útgáfurisanum Interscope Records, gaf út stuttskífuna Petals and Thorns árið 2023, hitaði upp fyrir stórstjörnuna SZA á SOS-tónleikaferðalagi hennar og gaf svo út plötuna Withered fyrr á þessu ári. Líkfundurinn hefur hins vegar sett strik í reikninginn og er ferill hans í lausu lofti. Tónleikaferðalagi hans var aflýst, Sony Music hætti við að auglýsa nýjustu plötu hans og samstarfsaðilar riftu samningum. Telja húðflúr og myndir sýna fram á samband Það sem eykur á dulúð málsins er að það er ekki ljóst nákvæmlega hvort Rivas og Burke áttu í sambandi. Fjölskylda og vinir hennar tjáðu fréttamiðlum að hún hefði verið að deita tónlistarmann sem hét David. Netspæjarar telja að húðflúrin sem þau eru bæði með á vísifingri og ýmsar myndir sem Burke birti á miðlunum sýni fram á að þau hafi verið saman þegar hún lést. Það eru þó bara sögusagnir þar til almennileg sönnunargögn koma í ljós. Lítið sem ekkert hefur heyrst um hlut tónlistarmannsins í dauða Rivas frá septemberlokum þar til nú. Myndefni úr bæði bílnum og af heimili Burke ætti þó að geta varpað ljósi á hvað raunverulega gerðist og hvort tónlistarmaðurinn var viðriðinn andlát stúlkunnar.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira