Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 10:49 Bóluefnið Pandemrix var talið hafa leitt til drómasýkinnar, en sambærileg mál hafa komið upp víða erlendis. Getty/Niall Carson Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar. Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda. Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda.
Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent