Ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna afleiðinga svínaflensusprautu Sylvía Hall skrifar 18. desember 2020 10:49 Bóluefnið Pandemrix var talið hafa leitt til drómasýkinnar, en sambærileg mál hafa komið upp víða erlendis. Getty/Niall Carson Íslenska ríkið var í gær sýknað af skaðabótakröfu vegna drómasýki sem stefnandi taldi sig hafa fengið í kjölfar bólusetningar með lyfinu Pandemrix gegn svínaflensunni árið 2009. Einkenni fóru að gera vart við sig í kjölfar sprautunnar og var það niðurstaða sérfræðings í taugalækningum að hann hefði fengið drómasýki og slekjuköst í kjölfar bólusetningarinnar. Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda. Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Stefnandi krafðist rúmlega fjórtán milljóna króna í skaðabætur af hálfu ríkisins að frádreginni þeirri upphæð sem hann hafði þegar fengið greidda frá Sjúkratryggingum Íslands en Sjúkratryggingar féllust á bótarétt hans árið 2015 vegna drómasýkinnar. Var honum greiddar hámarksbætur, eða rúmlega tíu milljónir króna, þar sem talið var að meiri líkur en minni væru á því að hann hafi orðið fyrir alvarlegum fylgikvilla. Taldi hann þó afleiðingar bólusetningarinnar vanmetnar af Sjúkratryggingum og aflaði í kjölfarið matsgerðar frá sérfræðilækni í heila- og taugasjúkdómum. Við gerð matsgerðarinnar var vísað til vottorðs annars læknis um „klár tengsl“ milli drómasýki og svínaflensubólusetningar og tók sérfræðilæknirinn undir þau sjónarmið. Íslenska ríkið véfengdi ekki niðurstöðurnar, en taldi óvíst hvort sannað væri beint orsakasamhengi milli bólusetningar og veikindanna. Var þar vísað til bréfs sóttvarnaráðs frá 2013 þar sem sagði að orsakasamband væri óstaðfest þó tölfræðileg tengsl hafi fundist í sumum löndum. Var mælst til þess af hálfu Embættis landlæknis sama ár að bóluefnið yrði ekki notað á einstaklinga yngri en 19 ára nema annað virkt bóluefni væri ekki fyrir hendi. Stefnandi byggði mál sitt á því að hann hafi einungis verið að fylgja tilmælum yfirvalda þegar hann fór í bólusetningu árið 2009. Dómurinn taldi þó ekki sannað að saknæm háttsemi hefði átt sér stað í tengslum við kaup á bóluefninu eða notkun þess. Hvatning til almennings hafi verið byggð á fyrirliggjandi þekkingu í lyfjafræði og læknavísindum á þeim tíma. 150 þúsund voru bólusett með Pandemrix hér á landi. Myndin er frá bólusetningu í Þýskalandi árið 2009. Getty/Ullstein bild Gat ekki stundað frekara nám Í málsatvikalýsingu segir að drómasýkin hafi haft neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir stefnanda. Hann hafi verið um tvítugur að aldri þegar afleiðingarnar komu fram og nýlokið stúdentsprófi á þeim tíma. Hann hafi verið óákveðinn varðandi frekara nám og hóf því störf á almennum vinnumarkaði. Þegar hann reyndi síðar að fara í frekara nám hafi hann ekki getað það sökum veikindanna. Hann sé enn í vinnu þar sem hann sé háður „skilningi vinnuveitanda“ og afleiðingarnar muni koma til með að há honum um alla framtíð. Hann geti ekki stundað frekara nám og drómasýkin muni koma til með að skerða starfsval hans og tekjuöflunarmöguleika til framtíðar. Þórólfur bar vitni fyrir dómi Á árunum 2009 og 2010 starfaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Bar hann vitni fyrir dómi um aðdraganda kaupa á bóluefninu og sagði heilbrigðisyfirvöld hafa farið í það verkefni að kaupa 300 þúsund skammta eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að um alvarlegan faraldur væri að ræða. Markmiðið var að helmingur þjóðarinnar yrði bólusettur og gekk það að mestu eftir. Um 150 þúsund landsmenn voru bólusettir og lauk bólusetningu að mestu undir lok árs 2009. Heilbrigðisyfirvöld hafi metið það sem svo að bóluefnið hefði verið mjög virkt og það hafi stöðvað faraldur, sem annars hefði getað sýkt 60 þúsund manns. Þórólfur starfaði sem yfirlæknir á sóttvarnasviði Embættis landlæknis á þeim tíma er svínaflensufaraldurinn kom upp. Vísir/Egill Héraðsdómur taldi sannað að stefnandi hafði orðið fyrir því tjóni sem rakið var í matsgerð heila- og taugasérfræðingsins og að það hafi stafað af bólusetningunni. Þó væri óumdeilt að Lyfjastofnun Evrópu hefði veitt markaðsleyfi sem lá fyrir áður en stefnandi var bólusettur og ósannað að slegið hafi verið að öryggiskröfum af hálfu ríkisins. Ekki var talið unnt að leggja til grundvallar að bóluefnið hafi verið haldið ágalla sem gæti leitt til bótaskyldu ríkisins, enda voru aukaverkanirnar ekki þekktar á þeim tíma er bólusett var. Bóluefnið hafi þannig ekki verið kynnt með óforsvaranlegum hætti og var því ríkið sýknað af kröfum stefnanda.
Dómsmál Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira