Júlían tognaður aftan í læri og gæti misst af RIG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2020 16:31 Júlían þurfti að æfa við ansi þröngar aðstæður á tímum samkomubanns á þessu ári. Það gæti hafa leitt til þess að hann tognaði aftan í læri nýverið. VÍSIR/VILHELM Júlían J.K. Jóhannson, íþróttamaður ársins 2019 og heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum flokki, gæti misst af Reykjavík International Games sem hefjast eftir sjö vikur þar sem hann tognaði aftan í læri nýverið. Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Kraftlyftingar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Sjá meira
Júlían hefur verið einkar óheppinn með meiðsli undanfarin ár, allavega þegar kemur að undirbúningi fyrir RIG. Hann fór yfir þetta á Twitter-síðu sinni í dag. Bæði 2016 og 2017 tognaði hann í brjóstvöðva skömmu fyrir mót. Árið 2018 var hann að glíma við tognun í miðbaki og í fyrra var þreyttur og meiddur. Undirbúningur undir Reykjavík International Games:2016: Tognaði í brjóstvöðva 2017: Tognaði í brjóstvöðva 2018: Tognaði í miðbaki 2019: þreyttur og meiddur2020: enn 7 vikur í mót en tognaði í brjóstvöðva í nóvember og tognaði í aftanlærisvöðva á föstudaginn.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020 Júlían er eins og áður sagði heimsmethafi í réttstöðulyftu í sínum þyngdarflokk ásamt því að eiga öll Íslandsmetin í sama flokki. Það er bekkpressu, hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðu. Hann stefnir enn á að taka þátt í mótinu þó tíminn verði að leiða í ljós hvort það gangi upp. „Ég alla vega stefni á að ná mótinu en erfitt að segja núna. Það eru alltaf nokkrar vikur sem en fara í að jafna sig þannig þetta kemur betur í ljós eftir því sem líður á mánuðinn. En þetta er tvísýnt núna en ég vona það besta. Þetta er svona eins og þríeykið segir ástandið er tvísýnt núna en þetta kemur betur í ljós á næstu sjö til tíu dögum,“ sagði Júlían í stuttu spjalli við Vísi. Júlían segir jafnframt frá því á Twitter að sennilega hafi margt spilað inn í og leitt til þess að hann tognaði. Nefnir hann slæma æfingaðstöðu og ómarkvissar æfingar vegna kórónufaraldursins sem og minni svefn en vanalega þar sem hann er nýbakaður faðir. Hann segist þó nokkuð sáttur með árið í heild sinni. Heilt yfir samt bara gott ár. Margir sigrar inn á milli. M.a. fyrrnefnt föðurhlutverk, tvö góð mót þar sem ég varð Íslandsmeistari í réttstöðulyftu og svo Íslandsmeistari í kraftlyftingum.Áfram gakk.— Júlían J.K.J. (@JkjJulian) December 14, 2020
Kraftlyftingar Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal EM í dag: Allt eða ekkert Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Sjá meira