Joshua rotaði Pulev og mætir Fury næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 11:46 Joshua rotaði Pulev í 9. lotu og mætir Tyson Fury næst. EPA-EFE/Andrew Couldridge Hnefaleikakappinn Anthony Joshua rotaði Kubrat Pulev í nótt er þeir börðust um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Það þýðir að bardagi milli Joshua og Tyson Fury er næstur á dagskrá en Fury segir að hann muni rota Joshua í tveimur lotum. Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin. Box Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin.
Box Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira