Joshua rotaði Pulev og mætir Fury næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 11:46 Joshua rotaði Pulev í 9. lotu og mætir Tyson Fury næst. EPA-EFE/Andrew Couldridge Hnefaleikakappinn Anthony Joshua rotaði Kubrat Pulev í nótt er þeir börðust um heimsmeistaratitilinn í þungavigt. Það þýðir að bardagi milli Joshua og Tyson Fury er næstur á dagskrá en Fury segir að hann muni rota Joshua í tveimur lotum. Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin. Box Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Breski þungavigtarkappinn Anthony Joshua varði heimsmeistaratitil sinn í þungavigt í nótt er hann rotaði Búlgarann Kubrat Pulev í 9. lotu. Aðeins 18 mánuðir eru síðan hinn 31 árs gamli Joshua tapaði einkar óvænt gegn Andy Ruiz Jr. en Bretinn hefur komið tvíefldur til baka. Eftir rólega byrjun í nótt þá tók Joshua völdin í 3. lotu og lét höggin dynja á hinum 39 ára gamla Pulev. Áfram héldu höggin að dynja á Búlgaranum þó hann hafi náð einn einu góði höggi hér og þar. Thanks for coming pic.twitter.com/zvDVXPNLwK— Anthony Joshua (@anthonyfjoshua) December 13, 2020 Þegar komið var fram í 9. lotu þá náði Joshua höggi sem Búlgarinn jafnaði sig ekkert af og hvíta handklæðinu var kastað inn. Að Pulev hafi staðið svo lengi var afrek út af fyrir sig. Alls fengu 1000 áhorfendur að sjá bardagann með berum augum sem fram fór í Lundúnum. Hnefaleika aðdáendur bíða nú eftir því að risabardagi milli Joshua og landa hans Tyson Fury verði staðfestur. Talið er að þeir muni mætast tvisvar árið 2021 í einhverjum áhugaverðustu þungavigtarbardögum síðari ára. Joshua á sem stendur IBF [International Boxing Federation], WBA [World Boxing Association] og WBO [World Boxing Organization] beltin á meðan Fury á WBC [World Boxing Council] beltið. .@anthonyfjoshua it s a matter of time..... I ll spank you like I did @BronzeBomber 2/3 rounds. #YOUBUMSOSER #letsgetiton pic.twitter.com/7m8A8Je0ui— TYSON FURY (@Tyson_Fury) December 12, 2020 Fury var ekki lengi að tjá sig á samfélagsmiðlinum Twitter en hann er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Klæddur vægast sagt skrautlegri jólapeysu sagði hinn 32 ára gamli Fury að hann myndi rota Joshua á innan við þremur lotum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Fury standi við stóru orðin.
Box Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira