Tónlist

Föstudagsplaylisti Vigdísar Hafliðadóttur

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Flott lag er á listanum.
Flott lag er á listanum. Gunnlöð Jóna

Heimspekingurinn Vigdís Hafliðadóttir er listasmiður vikunnar. Hún er jafnframt nýr meðlimur uppistandshópsins VHS og textahöfundur og söngkona hljómsveitarinnar FLOTT, sem gaf út sitt fyrsta lag á dögunum.

Segðu það bara heitir smellurinn og hefur fengið glimrandi viðtökur, þar á meðal frá elskulegum langintes allra landsmanna Daða Frey, sem kallaði lagið banger í Twitter-svari.

„Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með viðbrögðunum,“ segir Vigdís. „Við gefum út annað lag í janúar og vonandi getum við svo spilað live með hækkandi sól og lækkandi smitum.“

Þessa dagana hefur hún unnið hörðum höndum að undirbúa jólasýningu uppistandshópsins VHS. Þar er ekkert til sparað. „Núna í vikunni hef ég til dæmis mætt á tvær dansæfingar sem er óvenjulegt fyrir rútínuna mína.“

Hópurinn bauð henni að vera með á sýningu hjá sér í sumar eftir að hún vann Fyndnasta háskólanemann. „Í kjölfarið tóku þeir mig inn í hópinn sem er mjög ánægjulegt.“

Mikið af íslenkum lögum er á lagalista Vigdísar og hægt væri að súmmera innihaldið nokkuð einfaldlega í titlinum Popp og jól.

„Á listanum er blanda af lögum sem koma mér í gott skap og önnur sem tengjast sýningunni okkar í VHS 12. des. Þau koma mér reyndar alveg í gott skap líka,“ segir Vigdís, en sýningin verður í opnu streymi annað kvöld klukkan átta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.