Rúrik fer með hlutverk í Leynilöggunni: „Sé ekki eftir neinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2020 13:30 Rúrik hannaði nýjan SOS Barnaþorpin bol. „Ég byrjaði bara á því að taka mér gott frí, njóta lífsins, skoða landið og gera það sem mig langaði til að gera,“ segir Rúrik Gíslason fyrrverandi knattspyrnumaður sem lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 17 ára feril sem atvinnumaður. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu í morgun. „Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi. Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
„Skrokkurinn er góður og ég er enn þá með þessa æfingamaníu og held mér við með því að hlaupa og lyfta, ketilbjöllur og eigin líkamsþyngdar æfingar. Ég myndi kjósa að vera í ræktinni eða í einhverskonar hópæfingum en hitt verður bara að virka núna.“ Rúrik segist fara erlendis í sólina í næstu viku og kemur sennilega ekki aftur til Íslands fyrr en í maí. Þar ætlar hann að njóta lífsins með kærustu sinni Nathalia Soliani. Rúrik hannaði nýjan bol fyrir SOS Barnaþorpin sem er farinn í sölur. „Þetta er samvinnuverkefni SOS barnaþorpa, 66 norður og mín. Allur ágóði rennur til SOS barnaþorpa. Ég er velgjörðasendiherra fyrir samtökin og hef haft mjög gaman af því. Við gerðum þetta í fyrra og bolurinn seldist upp á mjög skömmum tíma.“ Rúrik segist í raun ekkert sakna fótboltans. „Ég er svo þrjóskur að þegar ég tek ákvörðun um eitthvað þá sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið að leika í íslenskri bíómynd, lítið hlutverk reyndar, en þetta var mjög gaman. Þetta er kvikmyndin Leynilöggan og Hannes Þór Halldórsson fékk mig til að vera með í því,“ segir Rúrik en kvikmyndin er með þeim Auðunni Blöndal og Agli Einarssyni í aðalhlutverkum. Hannes Þór leikstýrir. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af þessu. Þetta er hrikalega gaman, að prófa eitthvað nýtt,“ segir Rúrik sem er einnig að vinna að því að gefa út tónlist. Hann segist vera svona að feta sig áfram hvað varðar framtíðina og framtíðarstarfið. „Ég er bara rólegur og leyfi bara tímanum að líða. Að það má segja að ég sé að reyna finna mig þegar kemur að framtíðarstarfinu,“ segir Rúrik sem hætti sem knattspyrnumaður í haust en á sannarlega framtíðina fyrir sér á öðrum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Bítið Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira