Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 16:34 Glæpir áströlsku sveitarinnar áttu sér stað á árunum 2009-2013. epa/Paul Miller Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. Mikil líkindi þykja með Sómalíu-hneykslinu og því máli sem nú er til rannsóknar innan ástralska hersins en samkvæmt nýrri skýrslu tóku 19 úrvalssveitarmenn þátt í því að myrða 39 almenna borgara í Afganistan á árunum 2009-2013. Í skýrslu Australian Defence Force segir m.a. að morðin megi rekja til „stríðsmannakúltúrs“ innan sveitarinnar en nýliðar voru t.d. „vígðir“ með því að láta skjóta fanga. Þá tóku menn lögin í eigin hendur og gengust upp í því að vera útvaldir og „sérstakir“. Stilltu sér upp með fórnarlambinu og tóku myndir Sómalíu-hneykslið snérist um hermenn í Airborne Regiment en þeir urðu m.a. uppvísir að því að hafa pyntað og myrt 16 ára sómalskan dreng árið 1993. Þeir voru á þeim tíma hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Hermennirnir tóku hryllilegar myndir þar sem þeir stilltu sér upp með hinum 16 ára Shidane Arone á meðan pyntingunum stóð en í framhaldinu komu einnig í ljós myndskeið sem sýndu hermenn láta rasísk ummæli falla og taka þátt í grimmdarlegum „busavígslum“. Málið vakti mikla reiði meðal Kanadamanna og árið 1995 ákvað David Collenette, þáverandi varnarmálaráðherra, að leysa sveitina upp og láta fallhlífaherdeildirnar þrjár sem henni tilheyrðu renna inn í aðrar sveitir. Eina leiðin til að uppræta vandann Engar fregnir hafa borist af því að áströlsk stjórnvöld séu að velta því fyrir sér að fara sömu leið en Collenette sagði í samtali við Guardian að þetta hefði verið eina leiðin til að takast á við þau djúpstæðu vandamál sem hefðu leitt til framgöngu hermannanna. „Ég er ekki að segja að bara af því að Kanada gerði þetta ættu önnur ríki að gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „En ef þú horfir á okkar reynslu, þar sem stríðsglæpir enduðu í sakfelllingum og þær afhjúpuðu kerfislæg vandamál innan þeirra stofnana þaðan sem einstaklingarnir komu, þá virtist rökrétt, ef þú taldir þig ekki geta breytt kúltúrnum, að byrja upp á nýtt. Sem er það sem við gerðum og það virkaði.“ Collenette sagði vandann m.a. hafa verið fólginn í því að innan hersins voru menn enn að hugsa eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldunum, í Kóreu og á tímum kalda stríðsins. Ákvörðun hans hefði komið mönnum á óvart en það hefði engu að síður verið tilfinning manna að grípa þyrfti til róttækra ráðstafana. Aðgerðirnar hefðu borið árangur; Sómalíu-hneykslið væri ljótasti bletturinn á hernaðarsögu Kanada en mikið vatn runnið til sjávar. Enginn kanadískur hermaður hefur verið ásakaður um stríðsglæp síðan. Guardian og BBC sögðu frá. Ástralía Kanada Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Mikil líkindi þykja með Sómalíu-hneykslinu og því máli sem nú er til rannsóknar innan ástralska hersins en samkvæmt nýrri skýrslu tóku 19 úrvalssveitarmenn þátt í því að myrða 39 almenna borgara í Afganistan á árunum 2009-2013. Í skýrslu Australian Defence Force segir m.a. að morðin megi rekja til „stríðsmannakúltúrs“ innan sveitarinnar en nýliðar voru t.d. „vígðir“ með því að láta skjóta fanga. Þá tóku menn lögin í eigin hendur og gengust upp í því að vera útvaldir og „sérstakir“. Stilltu sér upp með fórnarlambinu og tóku myndir Sómalíu-hneykslið snérist um hermenn í Airborne Regiment en þeir urðu m.a. uppvísir að því að hafa pyntað og myrt 16 ára sómalskan dreng árið 1993. Þeir voru á þeim tíma hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Hermennirnir tóku hryllilegar myndir þar sem þeir stilltu sér upp með hinum 16 ára Shidane Arone á meðan pyntingunum stóð en í framhaldinu komu einnig í ljós myndskeið sem sýndu hermenn láta rasísk ummæli falla og taka þátt í grimmdarlegum „busavígslum“. Málið vakti mikla reiði meðal Kanadamanna og árið 1995 ákvað David Collenette, þáverandi varnarmálaráðherra, að leysa sveitina upp og láta fallhlífaherdeildirnar þrjár sem henni tilheyrðu renna inn í aðrar sveitir. Eina leiðin til að uppræta vandann Engar fregnir hafa borist af því að áströlsk stjórnvöld séu að velta því fyrir sér að fara sömu leið en Collenette sagði í samtali við Guardian að þetta hefði verið eina leiðin til að takast á við þau djúpstæðu vandamál sem hefðu leitt til framgöngu hermannanna. „Ég er ekki að segja að bara af því að Kanada gerði þetta ættu önnur ríki að gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „En ef þú horfir á okkar reynslu, þar sem stríðsglæpir enduðu í sakfelllingum og þær afhjúpuðu kerfislæg vandamál innan þeirra stofnana þaðan sem einstaklingarnir komu, þá virtist rökrétt, ef þú taldir þig ekki geta breytt kúltúrnum, að byrja upp á nýtt. Sem er það sem við gerðum og það virkaði.“ Collenette sagði vandann m.a. hafa verið fólginn í því að innan hersins voru menn enn að hugsa eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldunum, í Kóreu og á tímum kalda stríðsins. Ákvörðun hans hefði komið mönnum á óvart en það hefði engu að síður verið tilfinning manna að grípa þyrfti til róttækra ráðstafana. Aðgerðirnar hefðu borið árangur; Sómalíu-hneykslið væri ljótasti bletturinn á hernaðarsögu Kanada en mikið vatn runnið til sjávar. Enginn kanadískur hermaður hefur verið ásakaður um stríðsglæp síðan. Guardian og BBC sögðu frá.
Ástralía Kanada Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32
Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08