HM í pílu aftur í beinni og áhorfendur verða leyfðir í Alexöndru höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 15:01 Hin litríki Peter Wright fagnar hér heimsmeistaratitlinum sínum í fyrra. AP/Alex Davidson Röddin og bestu pílukastarar heims frá aftur sviðsljósið hjá Stöð 2 Sport í jólamánuðinum. Heimsmeistaramótið í pílukasti er árlegur viðburður í hátíðarmánuðinum og líkt og í fyrra þá verður mótið í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. HM í pílu hefst 15. desember næstkomandi og mun ljúka með úrslitaleik sem fer fram 3. janúar á nýju ári. Allir keppnishlutar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og alls erum við að tala um 114 klukkutíma af heimsklassa pílukasti. Alls verða 28 keppnishlutar á sextán keppnisdögum á þessu tímabili en ekki verður keppt 24., 25., 26. og 31. desember. For the first time since March, fans will have the chance to attend darts in the UK @OfficialPDC confirm up to 1000 tickets will go on sale for each session of the @WilliamHill World Darts Championship @SkySportsDarts December 15-January 3— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 2, 2020 Páll Sævar Guðjónsson, sem margir þekkja undir gælunafninu Röddin, er okkar mesti sérfræðingur í pílukasti og hann mun lýsa því sem fram fer á heimsmeistaramótinu alveg eins og í fyrra. Keppnin fer að venju fram í Alexöndru höllinni í London og áhorfendur verða leyfðir á kvöldunum. Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á allt íþróttastarf í heiminum en Englendingar byrja aftur að hleypa áhorfendum inn á íþróttaviðburði í desember. Það verður ekki eins troðið og oft áður í Alexöndru höllinni en það má engu að síður búast við mikilli stemmningu sem setur alltaf mikinn svið á keppnina. The details you ve all been waiting for... !Subscribe to a PDCTV Annual Membership before 1400 GMT (Dec 2) to qualify for priority access to 2020/21 @WilliamHill World Darts Championship tickets!Subscribe https://t.co/8PfZGUGkua pic.twitter.com/pgKGZwQIPu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 2, 2020 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Heimsmeistaramótið í fyrra var mikil skemmtun og vakti mikla athygli á íþróttinni bæði hér á landi sem og erlendis. Peter Wright varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen, margföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum. Fallon Sherrock sló líka í gegn en hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu. Fallon vann bæði Ted Evetts og Mensur Suljovic á mótinu í fyrra. PETER WRIGHT IS THE WORLD CHAMPION He defeats Michael van Gerwen 7-3 and wins his first ever PDC World Darts Championship pic.twitter.com/QPkrojXujc— ODDSbible (@ODDSbible) January 1, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti er árlegur viðburður í hátíðarmánuðinum og líkt og í fyrra þá verður mótið í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. HM í pílu hefst 15. desember næstkomandi og mun ljúka með úrslitaleik sem fer fram 3. janúar á nýju ári. Allir keppnishlutar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og alls erum við að tala um 114 klukkutíma af heimsklassa pílukasti. Alls verða 28 keppnishlutar á sextán keppnisdögum á þessu tímabili en ekki verður keppt 24., 25., 26. og 31. desember. For the first time since March, fans will have the chance to attend darts in the UK @OfficialPDC confirm up to 1000 tickets will go on sale for each session of the @WilliamHill World Darts Championship @SkySportsDarts December 15-January 3— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 2, 2020 Páll Sævar Guðjónsson, sem margir þekkja undir gælunafninu Röddin, er okkar mesti sérfræðingur í pílukasti og hann mun lýsa því sem fram fer á heimsmeistaramótinu alveg eins og í fyrra. Keppnin fer að venju fram í Alexöndru höllinni í London og áhorfendur verða leyfðir á kvöldunum. Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á allt íþróttastarf í heiminum en Englendingar byrja aftur að hleypa áhorfendum inn á íþróttaviðburði í desember. Það verður ekki eins troðið og oft áður í Alexöndru höllinni en það má engu að síður búast við mikilli stemmningu sem setur alltaf mikinn svið á keppnina. The details you ve all been waiting for... !Subscribe to a PDCTV Annual Membership before 1400 GMT (Dec 2) to qualify for priority access to 2020/21 @WilliamHill World Darts Championship tickets!Subscribe https://t.co/8PfZGUGkua pic.twitter.com/pgKGZwQIPu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 2, 2020 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Heimsmeistaramótið í fyrra var mikil skemmtun og vakti mikla athygli á íþróttinni bæði hér á landi sem og erlendis. Peter Wright varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen, margföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum. Fallon Sherrock sló líka í gegn en hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu. Fallon vann bæði Ted Evetts og Mensur Suljovic á mótinu í fyrra. PETER WRIGHT IS THE WORLD CHAMPION He defeats Michael van Gerwen 7-3 and wins his first ever PDC World Darts Championship pic.twitter.com/QPkrojXujc— ODDSbible (@ODDSbible) January 1, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira