HM í pílu aftur í beinni og áhorfendur verða leyfðir í Alexöndru höllinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 15:01 Hin litríki Peter Wright fagnar hér heimsmeistaratitlinum sínum í fyrra. AP/Alex Davidson Röddin og bestu pílukastarar heims frá aftur sviðsljósið hjá Stöð 2 Sport í jólamánuðinum. Heimsmeistaramótið í pílukasti er árlegur viðburður í hátíðarmánuðinum og líkt og í fyrra þá verður mótið í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. HM í pílu hefst 15. desember næstkomandi og mun ljúka með úrslitaleik sem fer fram 3. janúar á nýju ári. Allir keppnishlutar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og alls erum við að tala um 114 klukkutíma af heimsklassa pílukasti. Alls verða 28 keppnishlutar á sextán keppnisdögum á þessu tímabili en ekki verður keppt 24., 25., 26. og 31. desember. For the first time since March, fans will have the chance to attend darts in the UK @OfficialPDC confirm up to 1000 tickets will go on sale for each session of the @WilliamHill World Darts Championship @SkySportsDarts December 15-January 3— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 2, 2020 Páll Sævar Guðjónsson, sem margir þekkja undir gælunafninu Röddin, er okkar mesti sérfræðingur í pílukasti og hann mun lýsa því sem fram fer á heimsmeistaramótinu alveg eins og í fyrra. Keppnin fer að venju fram í Alexöndru höllinni í London og áhorfendur verða leyfðir á kvöldunum. Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á allt íþróttastarf í heiminum en Englendingar byrja aftur að hleypa áhorfendum inn á íþróttaviðburði í desember. Það verður ekki eins troðið og oft áður í Alexöndru höllinni en það má engu að síður búast við mikilli stemmningu sem setur alltaf mikinn svið á keppnina. The details you ve all been waiting for... !Subscribe to a PDCTV Annual Membership before 1400 GMT (Dec 2) to qualify for priority access to 2020/21 @WilliamHill World Darts Championship tickets!Subscribe https://t.co/8PfZGUGkua pic.twitter.com/pgKGZwQIPu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 2, 2020 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Heimsmeistaramótið í fyrra var mikil skemmtun og vakti mikla athygli á íþróttinni bæði hér á landi sem og erlendis. Peter Wright varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen, margföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum. Fallon Sherrock sló líka í gegn en hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu. Fallon vann bæði Ted Evetts og Mensur Suljovic á mótinu í fyrra. PETER WRIGHT IS THE WORLD CHAMPION He defeats Michael van Gerwen 7-3 and wins his first ever PDC World Darts Championship pic.twitter.com/QPkrojXujc— ODDSbible (@ODDSbible) January 1, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti er árlegur viðburður í hátíðarmánuðinum og líkt og í fyrra þá verður mótið í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. HM í pílu hefst 15. desember næstkomandi og mun ljúka með úrslitaleik sem fer fram 3. janúar á nýju ári. Allir keppnishlutar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 og alls erum við að tala um 114 klukkutíma af heimsklassa pílukasti. Alls verða 28 keppnishlutar á sextán keppnisdögum á þessu tímabili en ekki verður keppt 24., 25., 26. og 31. desember. For the first time since March, fans will have the chance to attend darts in the UK @OfficialPDC confirm up to 1000 tickets will go on sale for each session of the @WilliamHill World Darts Championship @SkySportsDarts December 15-January 3— Sky Sports Darts (@SkySportsDarts) December 2, 2020 Páll Sævar Guðjónsson, sem margir þekkja undir gælunafninu Röddin, er okkar mesti sérfræðingur í pílukasti og hann mun lýsa því sem fram fer á heimsmeistaramótinu alveg eins og í fyrra. Keppnin fer að venju fram í Alexöndru höllinni í London og áhorfendur verða leyfðir á kvöldunum. Kórónuveiran hefur sett mikinn svip á allt íþróttastarf í heiminum en Englendingar byrja aftur að hleypa áhorfendum inn á íþróttaviðburði í desember. Það verður ekki eins troðið og oft áður í Alexöndru höllinni en það má engu að síður búast við mikilli stemmningu sem setur alltaf mikinn svið á keppnina. The details you ve all been waiting for... !Subscribe to a PDCTV Annual Membership before 1400 GMT (Dec 2) to qualify for priority access to 2020/21 @WilliamHill World Darts Championship tickets!Subscribe https://t.co/8PfZGUGkua pic.twitter.com/pgKGZwQIPu— PDC Darts (@OfficialPDC) December 2, 2020 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Heimsmeistaramótið í fyrra var mikil skemmtun og vakti mikla athygli á íþróttinni bæði hér á landi sem og erlendis. Peter Wright varð þá heimsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Michael van Gerwen, margföldum heimsmeistara, í úrslitaleiknum. Fallon Sherrock sló líka í gegn en hún varð fyrsta konan til að vinna leik á HM í pílu. Fallon vann bæði Ted Evetts og Mensur Suljovic á mótinu í fyrra. PETER WRIGHT IS THE WORLD CHAMPION He defeats Michael van Gerwen 7-3 and wins his first ever PDC World Darts Championship pic.twitter.com/QPkrojXujc— ODDSbible (@ODDSbible) January 1, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira