Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 16:02 Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Kína lendir fari á yfirborði tunglsins. Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn með Long March 5 eldflaug. Farið á að sækja tvö til fjögur kíló af bergsýnum í Stormhafinu. Sá hluti Stormhafsins sem farið lenti á hefur aldrei verið heimsóttur áður. Bergsýnin eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Sjá einnig: Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Á næstu dögum stendur til að nota vélarm á geimfarinu til að grafa upp bergsýnin og verður þeim komið fyrir í geymslu á geimfarinu sjálfu. Það situr í raun á eldflaug sem á svo að skjóta því á loft í annað sinn. Annar hluti geimfarsins bíður svo á braut um tunglið og eiga þau að tengjast og setja stefnuna aftur til jarðar. Takist verkefnið verður Kína þriðja ríkið til að flytja mánasteina til jarðarinnar, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. This video broadcast by China s state-run CCTV network appears to show Chang e 5 s landing on the moon.Landing was expected to occur at 10:13am EST (1513 GMT). We re standing by for further information from China.https://t.co/8AYSFU3dXE pic.twitter.com/SkFcIIUx0e— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 1, 2020 Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að lenda Chang'e 5 aftur en það gæti verið um miðjan mánuðinn. Chang'e 5 er ekki eina geimfarið sem mun mögulega flytja sýni frá öðrum hnetti til jarðarinnar í þessum mánuði. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Japan stefna að því að lenda geimfarinu Hayabusa2 um helgina. Það geimfar hefur verið á ferðinni frá 2014. Í apríl í fyrra var það notað til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu svo hægt væri að safna sýnum. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Kína Geimurinn Japan Tunglið Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Kína lendir fari á yfirborði tunglsins. Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn með Long March 5 eldflaug. Farið á að sækja tvö til fjögur kíló af bergsýnum í Stormhafinu. Sá hluti Stormhafsins sem farið lenti á hefur aldrei verið heimsóttur áður. Bergsýnin eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Sjá einnig: Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Á næstu dögum stendur til að nota vélarm á geimfarinu til að grafa upp bergsýnin og verður þeim komið fyrir í geymslu á geimfarinu sjálfu. Það situr í raun á eldflaug sem á svo að skjóta því á loft í annað sinn. Annar hluti geimfarsins bíður svo á braut um tunglið og eiga þau að tengjast og setja stefnuna aftur til jarðar. Takist verkefnið verður Kína þriðja ríkið til að flytja mánasteina til jarðarinnar, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. This video broadcast by China s state-run CCTV network appears to show Chang e 5 s landing on the moon.Landing was expected to occur at 10:13am EST (1513 GMT). We re standing by for further information from China.https://t.co/8AYSFU3dXE pic.twitter.com/SkFcIIUx0e— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 1, 2020 Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að lenda Chang'e 5 aftur en það gæti verið um miðjan mánuðinn. Chang'e 5 er ekki eina geimfarið sem mun mögulega flytja sýni frá öðrum hnetti til jarðarinnar í þessum mánuði. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Japan stefna að því að lenda geimfarinu Hayabusa2 um helgina. Það geimfar hefur verið á ferðinni frá 2014. Í apríl í fyrra var það notað til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu svo hægt væri að safna sýnum. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn.
Kína Geimurinn Japan Tunglið Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent