Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 16:02 Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Kína lendir fari á yfirborði tunglsins. Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn með Long March 5 eldflaug. Farið á að sækja tvö til fjögur kíló af bergsýnum í Stormhafinu. Sá hluti Stormhafsins sem farið lenti á hefur aldrei verið heimsóttur áður. Bergsýnin eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Sjá einnig: Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Á næstu dögum stendur til að nota vélarm á geimfarinu til að grafa upp bergsýnin og verður þeim komið fyrir í geymslu á geimfarinu sjálfu. Það situr í raun á eldflaug sem á svo að skjóta því á loft í annað sinn. Annar hluti geimfarsins bíður svo á braut um tunglið og eiga þau að tengjast og setja stefnuna aftur til jarðar. Takist verkefnið verður Kína þriðja ríkið til að flytja mánasteina til jarðarinnar, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. This video broadcast by China s state-run CCTV network appears to show Chang e 5 s landing on the moon.Landing was expected to occur at 10:13am EST (1513 GMT). We re standing by for further information from China.https://t.co/8AYSFU3dXE pic.twitter.com/SkFcIIUx0e— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 1, 2020 Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að lenda Chang'e 5 aftur en það gæti verið um miðjan mánuðinn. Chang'e 5 er ekki eina geimfarið sem mun mögulega flytja sýni frá öðrum hnetti til jarðarinnar í þessum mánuði. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Japan stefna að því að lenda geimfarinu Hayabusa2 um helgina. Það geimfar hefur verið á ferðinni frá 2014. Í apríl í fyrra var það notað til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu svo hægt væri að safna sýnum. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Kína Geimurinn Japan Tunglið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Kína lendir fari á yfirborði tunglsins. Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn með Long March 5 eldflaug. Farið á að sækja tvö til fjögur kíló af bergsýnum í Stormhafinu. Sá hluti Stormhafsins sem farið lenti á hefur aldrei verið heimsóttur áður. Bergsýnin eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Sjá einnig: Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Á næstu dögum stendur til að nota vélarm á geimfarinu til að grafa upp bergsýnin og verður þeim komið fyrir í geymslu á geimfarinu sjálfu. Það situr í raun á eldflaug sem á svo að skjóta því á loft í annað sinn. Annar hluti geimfarsins bíður svo á braut um tunglið og eiga þau að tengjast og setja stefnuna aftur til jarðar. Takist verkefnið verður Kína þriðja ríkið til að flytja mánasteina til jarðarinnar, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. This video broadcast by China s state-run CCTV network appears to show Chang e 5 s landing on the moon.Landing was expected to occur at 10:13am EST (1513 GMT). We re standing by for further information from China.https://t.co/8AYSFU3dXE pic.twitter.com/SkFcIIUx0e— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 1, 2020 Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að lenda Chang'e 5 aftur en það gæti verið um miðjan mánuðinn. Chang'e 5 er ekki eina geimfarið sem mun mögulega flytja sýni frá öðrum hnetti til jarðarinnar í þessum mánuði. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Japan stefna að því að lenda geimfarinu Hayabusa2 um helgina. Það geimfar hefur verið á ferðinni frá 2014. Í apríl í fyrra var það notað til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu svo hægt væri að safna sýnum. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn.
Kína Geimurinn Japan Tunglið Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira