Sport

Dag­skráin í dag: Real Madrid í Do­netsk, Liver­pool á heima­velli og Martin gegn Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp þarf þrjú stig gegn Ajax í kvöld.
Jurgen Klopp þarf þrjú stig gegn Ajax í kvöld. Andrew Powell/Getty Images

Fótbolti, körfubolti og NFL er hægt að finna á Stöð 2 Sport í dag og kvöld.

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í kvöld. Meistaradeildin er á dagskránni aðra vikuna í röð.

Dagurinn hefst klukkan 17.45 en þá mætast Shakhtar Donetsk og Real Madrid. Real Madrid er með sjö stig en Shakhtar fjögur svo Madrídingar mega ekki misstíga sig.

Klukkan 19.30 hefst svo Meistaradeildarmessan þar sem hitað verður upp fyrir komandi leiki kvöldsins en í beinni er svo hægt að finna Porto gegn Man. City, Atletico Madrid gegn Bayern Munchen og Liverpool gegn Ajax.

Á Stöð 2 Sport 2 verður hins vegar hægt að fylgjast með mörkunum um leið og þau gerast en Guðmundur Benediktsson og spekingar hans leiða áhorfendur í gegnum kvöldið.

Það er þó ekki bara fótbolti á dagskránni í kvöld því einnig er spænskur körfubolti og NFL. Í körfuboltanum er það stórleikur; Martin Hermannsson og félagar gegn Barcelona í NFL er það Pittsburgh Steelers gegn Baltimore Ravens.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.