Lífið samstarf

Allt að verða vitlaust á Cyber Monday - opið til miðnættis á 1111.is

1111.is
Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is
Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is Bernhard Kristinn

Opið er til miðnættis í kvöld á afsláttarsíðunni 1111.is. Rafrænn mánudagur er einn af stóru netverslunardögum ársins og hægt að gera dúndurkaup.

„Aðsóknin inn á síðuna er algjörlega frábær. Við fengum 124.000 heimsóknir á Singles Day og stefnir í annað eins í dag. Síðan stendur fyllilega undir álaginu og þar sem við eigum öll helst að halda okkur heima er best að nota sér að versla á netinu,“ segir Brynja Dan, eigandi afsláttarsíðunnar 1111.is en þar verður hægt að gera dúndurkaup til miðnættis, á Cyber Monday, eða Rafrænum mánudegi.

Rafrænn mánudagur er einn af þremur stærstu netverslunardögum ársins þar sem verslanir bjóða feita afslætti og viðskiptavinir geta gert dúndurkaup. Brynja Stofnaði síðuna 1111.is fyrir nokkrum árum utan um Singles Day en síðan hefur vaxið jafnt og þétt með hverju árinu.

„Við erum með 300 netverslanir undir hatti 1111.is og erum dugleg að bæta við. Þarna inni allt milli himins og jarðar, þyrluflug, rúm, sófar kynlífstæki, pitsaofnar, verkfæri, það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er um að gera að nota síðustu klukkustundirnar til að klára jólagjafainnkaupin á góðum afslætti,“ segir Brynja. „Síðan er alltaf að verða notendavænni og við höfum skipt henni upp í flokka til að auðvelda viðskiptavinum að finna það sem þeir leita að. Það sparar fólki tíma og einfaldar málin að geta nálgast öll bestu tilboðin á einum stað, 1111.is er stærsta tilboðssíða landsins," segir Brynja. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×