Þrjú þúsund tilkynningar vegna brota á sóttvarnarlögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. nóvember 2020 18:31 Lögregla þurfti að sinna fjölda útkalla frá fólki sem hefur áhyggjur af brotum á sóttvarnarlögum. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Um þrjú þúsund tilkynningar hafa borist lögreglunni vegna brota á sóttvarnarlögum. Í um tvö hundruð tilfellum hefur málunum lokið með sektum. Margar eru vegna grímunotkunar eða að fjöldatakmarkanir séu ekki virtar. „Ég held að við séum að nálgast í heildina í faraldrinum þrjú þúsund tilkynningar sem að lögreglan hefur sem sagt skráð sem hefur þá orðið að einhvers konar máli og af því eru innan við tvö hundruð sem hafa orðið síðan að máli sem lýkur með sekt. Í flestum tilfellum lýkur þessu með samtali,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Tólf andlát tengd hópsýkingunni á Landakoti Einn lést í gær vegna Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Fimmtán hafa nú látist hér á landi í þriðju bylgju faraldursins en flest andlátin tengjast hópsýkingunni á Landakoti eða tólf. Þá lést sextugur íslenskur karlmaður á sjúkrahúsi í Rússlandi í gær vegna Covid-19. Í gær greindust átján manns með kórónuveiruna innanlands en það er svipaður fjöldi og síðustu daga þó sveiflur hafi verið. „Það er ánægjulegt að sjá að innanlandssmitum er að fækka heldur og kúrfan er að fara hægt og bítandi niður,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega takmarkanir þar til búið er að bólusetja Reglugerð um samkomutakmarkanir er í gildi fram á þriðjudag. Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað þar sem fram kemur hvaða takmarkanir hann vill sjá áfram og verður minnisblaðið rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramáli. Hann telur fara þurfi hægt í allar tilslakanir og því líklegt að minna verði slakað á en margir vonuðust til. „Þannig við fáum ekki aðra bylgju í bakið og þurfum þá að fara að loka aftur eða jafnvel gera róttækari aðgerðir. Það væri mjög slæmt að fá einhverja stóra bylgju í gang núna og fá svo kannski bóluefni fljótlega ofan í svona bylgju. Ég held að það myndu margir naga sig í handarbökin yfir því að hafa þó ekki haft harðari aðgerðir þar til að við fáum bóluefni sem að losar okkur kannski út úr þessu að einhverju marki,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til heilbrigðisráðherra. 12. nóvember 2020 11:33