Sport

Katrín skammt á eftir Toomey og er komin upp í annað sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín og Tia börðust um fyrsta sætið í sjöttu greininni á heimsleikunum.
Katrín og Tia börðust um fyrsta sætið í sjöttu greininni á heimsleikunum. YOTUUBE CROSSFIT GAMES

Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig afar vel í sjöttu greininni á ofurheimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Bandaríkjunum þessa helgina.

Katrín Tanja var í þriðja sæti eftir fyrsta daginn en Tia-Clair Toomey var með 75 stiga forystu á Haley Adams og Katrín var síðan 35 stigum á eftir henni.

Katrín Tanja og Tia-Clair voru í sérflokki í sjöttu greinunni og börðust þær um toppsætið allt fram á síðustu sekúndu.

Katrín Tanja kom í mark á 3:37,03, fjórum sekúndum á eftir Tia-Clair Toomey sem kom fyrst í mark. Brooke Wells var í þriðja sætinu á 3:51,05, Kari Pearce í fjórða á 4:13,36 og Haley Adams kom síðust í mark á 4:21,20.

Tia er áfram í toppsætinu en hún er í algjörum sérflokki. Hún er með 470 stig en Katrín Tanja er í öðru sætinu með 335 stig samanlagt. Í þriðja sætinu er Haley með 310 stig.

Kari Pearce er í fjórða sætinu með 290 stig og svo er Brooke Weels fimmta og sú síðust með 275 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×