Sport

Katrín náði sér ekki á strik í fjórðu greininni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín í eldlínunni í dag.
Katrín í eldlínunni í dag. YOUTUBE-SKJÁSKOT CROSSFIT GAMES

Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sér ekki á strik í fimmtu grein á ofurheimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Bandaríkjunum.

Standa átti á höndum yfir ákveðna langa vegalengd og það var Brooe Wells sem kom fyrst í mark á 1:21. Önnur í mark var Pearce á 1:23 og Hailey Adams var þriðja á 1:24. Katrín var svo í 4. sætinu á einni mínútu og 40 sekúndum.

Matthew Fraser rúllaði yfir keppnina í karlaflokki. Hann var fyrstur í mark, tók sér varla pásu á leiðinni yfir og kom í mark á einni mínútu og tuttugu sekúndum.

Næstur í mark var Justin Medeiros en hann kom í mark á einni mínútu og 26 sekúndum en Jeffrey Adler sem leiddi fyrir greinina í samanlögðum stigafjölda kom síðastur í mark.

Stig eftir fyrstu fjórar greinarnar í kvennaflokki:

  • 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 315 stig
  • 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 22ö stig
  • 3 Kari Pearce, Bandaríkjunum 22ö stig
  • 4. Brooke Wells, Bandaríkjunum 205 stig
  • 5. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 160 stig

Stig eftir fyrstu fjórar greinarnar í karlaflokki:

  • 1. Matthew Fraser, Bandaríkjunum 375 stig
  • 2. Samuel Kwant, Kanada 200 stig
  • 3. Jeffrey Adler, Kanada 185 stig
  • 4. Justin Madeiros, Bandaríkjunum 180 stig
  • 5. Noah Olsen, Bandaríkjunum 180 stig

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×