Sport

Dag­skráin í dag: El Clasico, enskur ást­ríðu­bolti og golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcelo í vikunni er Real Madrid tapaði fyrir hálfgerðu varaliði Shaktar.
Marcelo í vikunni er Real Madrid tapaði fyrir hálfgerðu varaliði Shaktar. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Það eru tíu beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld og flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.

Dagurinn hefst með Italian Open á Stöð 2 Golf klukkan 11.00 en hálfum tíma síðar er það enska B-deildin. Watford og Bournemouth mætast á Vicarage Road.

Þrír leikir í ítalska boltanum eru i beinni, Atalanta gegn Sampdoria, Genoa gegn Inter Milan og Lazio gegn Bologna.

Martin Hermannsson og félagar í Valencia Basket mæta Casademont Zaragosa og það er svo stórleikur í spænska fótboltanum er Barcelona og Real Madrid mætast í El Clasico.

Allar útsendingar dagsins má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.