Sport

Nífaldur heimsmeistari settur í bann fyrir framhjáhald

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ímynd japanska sundmannsins Daiyas Seto hefur beðið hnekki eftir að hann viðurkenndi að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni.
Ímynd japanska sundmannsins Daiyas Seto hefur beðið hnekki eftir að hann viðurkenndi að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. getty/Maddie Meyer

Japanska sundsambandið hefur sett nífalda heimsmeistarann Daiya Seto í bann út árið vegna framhjáhalds.

Seto steig til hliðar sem fyrirliði japanska ólympíuliðsins í sundi eftir að hann viðurkenndi að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni.

Hann missti einnig styrktarsamning við japanska flugfélagið All Nippon Airways Co. og nú hefur japanska sundsambandið sett Seto í bann út árið 2020. 

Þrátt fyrir þetta á Seto möguleika á að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó sem var frestað til 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vann til bronsverðlauna í 400 metra fjórsundi.

Seto hefur unnið til fjögurra gullverðlauna á HM í 50 metra laug og fimm gullverðlauna á HM í 25 metra laug.

„Ég held að afsökun mín felist í því að halda áfram að synda og reyna að öðlast traust fjölskyldu minnar á ný sem ég særði með óbyrgri heðgun minni,“ sagði hinn 26 ára Seto í afsökunarbeiðni sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×