Sóttkvíarsýnataka í Sunnulækjarskóla gengur vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. október 2020 12:24 Foreldrar hafa streymt í íþróttahús Sunnulækjarskóla í morgun með börn sín í sýnatöku. Allir þurfa að vera með grímu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Um fimm hundruð og fimmtíu nemendur og fimmtíu starfsmenn Sunnulækjarskóla á Selfossi fara í sýnatöku vegna Covid-19 í dag. Sýnatakan hófst klukkan hálf níu í morgun og lýkur um klukkan fjögur. Allt hefur gengið vel það sem af er degi. Sýnatakan, sem er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fer fram í íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Fyrstu nemendurnir mættu klukkan hálf níu í morgun en þau voru úr fyrsta bekk og svo koma nemendur úr öðrum bekkjum koll af kolli. Eitt foreldri má koma með hverju barni og er grímuskylda á alla. Birgir Edwald er skólastjóri Sunnulækjarskóla. „Þetta er stórt verkefni og nú ríður á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun. Hvernig fer þetta fram? Það er búið að skipuleggja móttöku hér um 600 manna í svokallaða sóttkvíar sýnatöku, sem er sýnataka á sjöunda degi. Ef niðurstaða hennar er neikvæð þá er viðkomandi ekki lengur í sóttkví. Það er búið að skipuleggja hér daginn þannig að nemendur koma í hópum eftir árgöngum,“ segir Birgir. Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, sem segir að nú ríði á að ganga fumlaust til verks, halda ró og rökhugsun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólinn fær aðstoð víða að. „Já, rakningarteymið hefur staðið á bak við okkur og verið með okkur í að ákveða og skipuleggja, starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur komið að málinu, lögreglan kemur að málinu og svo að sjálfsögðu foreldrar og starfsfólk skólans.“ Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er stolt af sínu fólki og öðrum sem vinna að sýnatökunni í dag á einn eða anna hátt. „Það er algjörlega frábært að finna stuðninginn, sem við höfum fengið. Við höfum fengið húsnæði hjá Sveitarfélaginu Árborg til að sinna þessum sýnatökum. Við hefðum aldrei getað gert þetta á planinu hjá okkur hér á Selfossi, þannig að þetta leggst bara allt mjög vel í mig og fólkið mitt stendur sig alveg frábærlega vel í þessu öllu saman,“ segir Díana. Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, sem er stolt af sínu fólki og öllum öðrum sem koma að verkefninu í Sunnulækjarskóla í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok dags fara sýnin öll til Reykjavíkur til rannsóknar og reiknað er með að niðurstaða úr þeim liggi fyrir einhvern tíman á morgun, föstudag ef allt gengur vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira