KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku Anton Ingi Leifsson skrifar 7. október 2020 19:09 Úr leik Vals og Stjörnunnar á föstudagskvöldið. vísir/vilhelm KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Í gær gaf heilbrigðisráðherra út auglýsingu þar sem íþróttir fullorðna innandyra voru ekki heimilaðar. Börn fædd 2005 og yngri máttu þó enn æfa og keppa en nú hefur KKÍ og HSÍ ákvað að gera hlé í öllum aldursflokkum næstu tvær vikurnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að KKÍ og HSÍ biði nú eftir nánari útskýringum frá stjórnvöldum hvað varðar æfingar en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. KSÍ hefur einnig tekið í svipaðan streng en knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi um eina viku. Yfirlýsing KKÍ: Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október og endurmeta stöðu mála að þeim tíma liðnum. Mælst er til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf verði stöðvað og með þessari ákvörðun vill KKÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn faraldrinum. Á tímum sem þessum, þegar kallað hefur verið eftir samstöðu þjóðarinnar, telja stjórn, mótanefnd og starfsfólk KKÍ réttast að ganga í takti við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna í ljósi þess að ekki hafa komið fram skýr fyrirmæli í dag frá hinu opinbera. Beðið er eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á útfærslum æfinga og mun skrifstofa KKÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing HSÍ: Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf yrði stöðvað og með þessari ákvörðun vill HSÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn Covid-19 og því ástandi sem er í samfélaginu. Enn er beðið eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á þeim reglum sem þegar hafa verið gefnar út þegar kemur að æfingum og mun skrifstofa HSÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing KSÍ: Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja. Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á. Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Í gær gaf heilbrigðisráðherra út auglýsingu þar sem íþróttir fullorðna innandyra voru ekki heimilaðar. Börn fædd 2005 og yngri máttu þó enn æfa og keppa en nú hefur KKÍ og HSÍ ákvað að gera hlé í öllum aldursflokkum næstu tvær vikurnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að KKÍ og HSÍ biði nú eftir nánari útskýringum frá stjórnvöldum hvað varðar æfingar en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. KSÍ hefur einnig tekið í svipaðan streng en knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi um eina viku. Yfirlýsing KKÍ: Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október og endurmeta stöðu mála að þeim tíma liðnum. Mælst er til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf verði stöðvað og með þessari ákvörðun vill KKÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn faraldrinum. Á tímum sem þessum, þegar kallað hefur verið eftir samstöðu þjóðarinnar, telja stjórn, mótanefnd og starfsfólk KKÍ réttast að ganga í takti við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna í ljósi þess að ekki hafa komið fram skýr fyrirmæli í dag frá hinu opinbera. Beðið er eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á útfærslum æfinga og mun skrifstofa KKÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing HSÍ: Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf yrði stöðvað og með þessari ákvörðun vill HSÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn Covid-19 og því ástandi sem er í samfélaginu. Enn er beðið eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á þeim reglum sem þegar hafa verið gefnar út þegar kemur að æfingum og mun skrifstofa HSÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing KSÍ: Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja. Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á. Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46