KKÍ og HSÍ fresta öllu mótahaldi í tæpar tvær vikur en KSÍ í viku Anton Ingi Leifsson skrifar 7. október 2020 19:09 Úr leik Vals og Stjörnunnar á föstudagskvöldið. vísir/vilhelm KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Í gær gaf heilbrigðisráðherra út auglýsingu þar sem íþróttir fullorðna innandyra voru ekki heimilaðar. Börn fædd 2005 og yngri máttu þó enn æfa og keppa en nú hefur KKÍ og HSÍ ákvað að gera hlé í öllum aldursflokkum næstu tvær vikurnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að KKÍ og HSÍ biði nú eftir nánari útskýringum frá stjórnvöldum hvað varðar æfingar en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. KSÍ hefur einnig tekið í svipaðan streng en knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi um eina viku. Yfirlýsing KKÍ: Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október og endurmeta stöðu mála að þeim tíma liðnum. Mælst er til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf verði stöðvað og með þessari ákvörðun vill KKÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn faraldrinum. Á tímum sem þessum, þegar kallað hefur verið eftir samstöðu þjóðarinnar, telja stjórn, mótanefnd og starfsfólk KKÍ réttast að ganga í takti við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna í ljósi þess að ekki hafa komið fram skýr fyrirmæli í dag frá hinu opinbera. Beðið er eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á útfærslum æfinga og mun skrifstofa KKÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing HSÍ: Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf yrði stöðvað og með þessari ákvörðun vill HSÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn Covid-19 og því ástandi sem er í samfélaginu. Enn er beðið eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á þeim reglum sem þegar hafa verið gefnar út þegar kemur að æfingum og mun skrifstofa HSÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing KSÍ: Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja. Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á. Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
KKÍ og HSÍ hafa frestað öllu mótahaldið til og með 19. október en þetta kom fram í tilkynningu frá samböndunum nú í kvöld. Í gær gaf heilbrigðisráðherra út auglýsingu þar sem íþróttir fullorðna innandyra voru ekki heimilaðar. Börn fædd 2005 og yngri máttu þó enn æfa og keppa en nú hefur KKÍ og HSÍ ákvað að gera hlé í öllum aldursflokkum næstu tvær vikurnar. Í yfirlýsingunni segir einnig að KKÍ og HSÍ biði nú eftir nánari útskýringum frá stjórnvöldum hvað varðar æfingar en yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. KSÍ hefur einnig tekið í svipaðan streng en knattspyrnusambandið hefur ákveðið að fresta öllu mótahaldi um eina viku. Yfirlýsing KKÍ: Vegna hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn og mótanefnd KKÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum vegna almannahagsmuna til og með 19. október og endurmeta stöðu mála að þeim tíma liðnum. Mælst er til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf verði stöðvað og með þessari ákvörðun vill KKÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn faraldrinum. Á tímum sem þessum, þegar kallað hefur verið eftir samstöðu þjóðarinnar, telja stjórn, mótanefnd og starfsfólk KKÍ réttast að ganga í takti við tilmæli sóttvarnarlæknis og almannavarna í ljósi þess að ekki hafa komið fram skýr fyrirmæli í dag frá hinu opinbera. Beðið er eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á útfærslum æfinga og mun skrifstofa KKÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing HSÍ: Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að íþróttastarf yrði stöðvað og með þessari ákvörðun vill HSÍ leggja sitt á vogarskálarnar í varnarbaráttunni gegn Covid-19 og því ástandi sem er í samfélaginu. Enn er beðið eftir nánari útskýringum heilbrigðisráðuneytis á þeim reglum sem þegar hafa verið gefnar út þegar kemur að æfingum og mun skrifstofa HSÍ senda frekari upplýsingar þegar þær berast. Yfirlýsing KSÍ: Vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn KSÍ á fundi sínum síðdegis í dag, miðvikudag, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Knattspyrnuhreyfingin hefur á síðustu mánuðum leitast við að fylgja reglum og tilmælum heilbrigðisyfirvalda og gripið til sóttvarnaraðgerða til þess að æfingar og keppni í mótum – allra aldursflokka - gætu farið fram á sem öruggastan máta. Ákvörðun KSÍ er tekin vegna almannahagsmuna og tilmæla sóttvarnarlæknis en stjórnin mun endurmeta stöðu mála í næstu viku. Markmið stjórnar KSÍ um að ljúka keppni samkvæmt mótaskrá stendur enn sem komið er óhögguð þrátt fyrir frestanir leikja. Því er sem fyrr beint til aðildarfélaga að þau gæti að ítrustu sóttvarnarreglna við æfingar og í allri sinni starfsemi eins og við á. Það er von KSÍ að með samtakamætti og liðsheild megi vinna bug á þeirri bylgju smita sem nú gengur yfir samfélagið.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Fleiri fréttir Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Sjá meira
Íþróttahreyfingin bíður svara: „Nú þegar allt of mikill pirringur og leiðindi“ Íþróttasérsamböndin bíða skýrari svara um æfinga- og keppnishald í kjölfar nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu. 7. október 2020 16:46