Lífið

Binni Glee hefur misst fimmtíu kíló á einu ári

Stefán Árni Pálsson skrifar
Binni Glee í viðtali í þáttunum Snapparar í umsjón Lóu Pind sem voru á Stöð 2 2017.
Binni Glee í viðtali í þáttunum Snapparar í umsjón Lóu Pind sem voru á Stöð 2 2017.

Brynjar Steinn, betur þekktur sem Binni Glee, hefur misst fimmtíu kíló á tólf mánuðum eftir að hann fór á mataræðið vinsæla ketó.

Hann greinir frá þessu á Instagram og segir:

„Í dag er eitt ár síðan ég ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og prófa ketó. Ári seinna er ég 50kg léttari og farinn niður um fimm fatastærðir. Mér líður miklu betur líkamlega og andlega hliðin er allt önnur.“

Hann segist vera stoltur af sjálfum sér.

„Og ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa stutt við bakið á mér síðasta árið. Ég er ekki hættur og ætla að halda áfram fyrir mig sjálfan og ekki neinn annan. Það er mikilvægast af öllu.“

 Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.