Lífið

Kristín Sesselja frumsýnir nýtt myndband við lagið Fuckboys

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristín Sesselja gefur út plötu 23.október. 
Kristín Sesselja gefur út plötu 23.október. 

Tónlistarkonan Kristín Sesselja gefur í dag út nýtt myndband við lagið Fuckboys.

Myndbandið er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni og sá Anton Smári Gunnarsson um kvikmyndatöku.

Tinna Ágústsdóttir er danshöfundur og Hanna Björk Valsdóttir framleiddi fyrir Akkeri Films. Brúsi Ólason sá um klippingu og Elfar Smári Sverrisson litgreindi.

Fuckboys er lag á væntanlegri fyrstu plötu Kristínar Sesselju sem kemur út 23. október og ber heitið BREAKUP BLUES.

Fyrr á árinu komu út lögin Secret og SECRET og What would I do without you.

Kristín Sesselja er ung og upprennandi lagahöfundur og söngkona sem er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún er nýflutt heim frá Noregi þar sem hún gekk í alþjóðlegan menntaskóla. Kristín hefur skrifað lög og texta frá unga aldri og hún er með gott eyra fyrir grípandi laglínum og einlægum texta sem gefur innsýn í líf fólks á hennar aldri.

Kristín hefur haldið úti Youtube rás þar sem hún vloggaði líf sitt í norska heimavistarskólanum. Nýverið gerði Kristín dreifingasamning við fyrirtækið AWAL sem drefir tónlist fyrr listamenn á borð við Finneas, Lauy og Die Antwood.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.