Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir stórleikinn við Svíþjóð

Sindri Sverrisson skrifar
Ísland valtaði yfir Lettland á fimmtudaginn, 9-0, en mætir nú einu besta landsliði heims.
Ísland valtaði yfir Lettland á fimmtudaginn, 9-0, en mætir nú einu besta landsliði heims. VÍSIR/VILHELM

Glódís Perla Viggósdóttir og Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari sitja fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ kl. 16.30 fyrir stórleikinn við Svíþjóð í undankeppni EM.

Hér að neðan má sjá það helsta sem fram kom á fundinum í beinni textalýsingu.

Ísland og Svíþjóð mætast á Laugardalsvelli annað kvöld kl. 18 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Liðin eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í undankeppninni, Svíar með markatöluna 24-1 en Íslendingar 20-1. Ísland vann Lettland 9-0 á fimmtudag en Svíþjóð vann þá 8-0 sigur á Ungverjalandi.

Efsta lið hvers riðils í undankeppninni, sem lýkur 1. desember, kemst beint á EM í Englandi 2022. Lið með bestan árangur í 2. sæti, í þremur af níu undanriðlum, komast einnig beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×