Lífið

Stjörnurnar sem hafa búið til kynlífsmyndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sunneva Einars og Birta gáfu út þátt númer tvö af Teboðinu um helgina.
Sunneva Einars og Birta gáfu út þátt númer tvö af Teboðinu um helgina.

Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með nýjan hlaðvarpsþátt í síðustu viku.

Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram. Birta er með yfir fimm þúsund fylgjendur.

Þátturinn ber heitið Teboðið og ræða þær meðal annars um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi.

Í öðrum þættinum var umræðuefnið heimabíómyndir stjarnanna í Hollywood. Þegar talað er um heimabíómyndir er átt við kynlífsmyndbönd. Þær fóru vel yfir það hvaða stjörnur hafa gert slík myndbönd og í kjölfarið hafa myndböndin lekið á internetið.

Einnig ræddu þær um Only Fans síðuna sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðustu daga.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.